Stuðningur við bændur skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 19:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra vísir/ernir Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Búvörusamningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir stuðning við bændur hafa komið íslenskum neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Nýr búvörusamningur miði meðal annars að því að afnema kvótakerfi í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um nýjan búvörusamning á Alþingi í dag. Í 140 milljarða samningi væri illa farið með tækifæri til framfara í landbúnaði. „Þar sem að mestu leyti er framlengd úrelt niðurgreiðslupólitík. Sú pólitík skilar hvorki bændum né neytendum í landinu árangri,“ sagði Helgi. Kostnaðurinn fari fyrst og fremst í milliliði og það sé gagnrýnivert að samningurinn bindi hendur Alþingis í tíu ár. Vinda þurfi hraðar ofan af kvótakerfi í landbúnaði sem geri ungum bændum erfitt fyrir að hasla sér völl í greininni og leggi þungar byrðar á búin. Ýmis kostnaður í landbúnaðinum leiði af einokun og fákeppni. Helgi segir um 100 milljónir fara samkvæmt samningum til meðal mjólkurbús á tíu árum. „Ég er sannfærður um það að við gætum notað þá fjármuni miklu betur fyrir bændur og fyrir neytendur. Vegna þess að þessar 100 milljónir eru ekki að fara til bænda. Þær eru að fara í kvótakaup, þær eru að fara í óhóflegan vaxtakostnað, þær eru að fara í dýra úrvinnslu og þær eru að fara í fákeppni á matvörumarkaði,“ sagði Helgi. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meira samráð hafa verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Mikilsverð stefnubreyting felist í því að hverfa frá kvótakerfi í landbúnaði á samningstímanum og eðlilegt að gefa bændum tíma til þess. Þá sagði ráðherra löggjafann hafa settt auknar kröfur um verndun og aðbúnað dýra sem feli í sér stofnkostnað hjá bændum. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr 5% af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. „Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Búvörusamningar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira