Clarkson biðst afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2016 11:16 Jeremy Clarkson. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent
Þáttastjórnandinn heimsfrægi, Jeremy Clarkson, baðst í dag afsökunar á því að hafa slegið einn af starfsmönnum Top Gear þáttanna. Málaferlum vegna höggsins lauk í dag þegar Clarkson og BBC greiddu minnst hundrað þúsund pund til Oisin Tymon. „Ég vil enn og aftur biðja Oisin Tymon afsökunar á atvikinu og því sem gerðist í kjölfarið,“ er haft eftir Clarkson á vef BBC. „Ég vil einnig að það sé ljóst að það áreiti sem hann hefur orðið fyrir eftir atvikið er ekki réttlætanlegt. Mér þykir miður að hann hafi orðið fyrir því.“ Clarkson var vikið úr starfi frá Top Gear eftir að hann sló Tymon. Clarkson hafði rifist í Tymon fyrir að hafa ekki fengið neinn heitan mat þrátt fyrir að tökur hefðu staðið yfir allan daginn.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent