Á laugardaginn milli kl. 12-16 verður haldin stórsýning Volvo atvinnutækja á atvinnutækjaverkstæði Brimborgar Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík. Á sýningunni verða Volvo vörubílar, Volvo rútur, Volvo vinnuvélar og Volvo Penta bátavélar. Það eru spennandi tímar framundan hjá Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar með fjölbreyttara vöruúrvali og nýjum heimkynnum í Hádegismóum.
Glæsileg Volvo 9900 rúta
Meðal þeirra tækja sem verða á sýningunni er stórglæsileg mjög vel búin Volvo 9900 49 sæta hópferðabifreið með fjölstillanlegum sætum fyrir farþega, DVD spilara með tveimur 19“ skjám, kæliboxi, kaffivél, WC og loftkælingu svo eitthvað sé nefnt.
Þar að auki verða á sýningunni Volvo FH16 6x2T 650 hestafla vörubíll, Volvo EW160 hjólagrafa með steelwrist rotortilt, Volvo EC 18 og ECR 25 smágröfur og Volvo Penta bátavélar.
Bílar