Fallið hátt fyrir Sharapovu sem er tekjuhæst allra íþróttakvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2016 09:45 Maria Sharapova fær ekki meiri pening frá Nike í bili. vísir/getty Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í gær að hún féll á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu og á hún yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Fallið verður hátt fyrir þessa 28 ára gömlu afrekskonu sem hefur verið eitt af andlitum kvennatennisi í heiminum um margra ára skeið. Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Sharapova er gríðarlega vinsæl, en hæfileikar hennar og útlit hafa gert hana að tekjuhæstu íþróttakonu heims. Hún hefur trónað á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims mörg undanfarin ár. Sharapova er andlit fjölmargra vörumerkja og auglýsir allt frá íþróttafatnaði til sælgætis. Tekjur hennar á tennisvellinum eru ekki á meðal þeirra hæstu enda komst hún aðeins í úrslit á einu risamóti árið 2015 (opna ástralska) og í undanúrslit á Wimbledon. Þrátt fyrir það þénaði Sharapova 30 milljónir dala á síðasta ári eða 3,8 milljarði króna. Hún var langt á undan Serenu Williams sem var næst tekjuhæsta íþróttakona heims á síðasta ári með 25 milljónir dala í tekjur eða 3,1 milljarð króna.Sjá einnig:Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sharapova hefur á sínum ferli unnið fimm risamót en aðeins eitt síðan 2008. Serena Williams, lang besta tenniskona heims, hefur á sama tíma unnið tólf risamót og í heildina 21 risamót. Hvort þessi lyfjaskandall verði nóg til að fella Sharapovu af stalli sem tekjuhæstu íþróttakonu heims á eftir að koma í ljós. Íþróttavöruframleiðandinn Nike er nú þegar búinn að tilkynna að hann sé hættur að styrkja Sharapovu, en hún hefur verið eitt af andlitum Nike í áratug. Tennis Tengdar fréttir Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í gær að hún féll á lyfjaprófi á opna ástralska meistaramótinu og á hún yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Fallið verður hátt fyrir þessa 28 ára gömlu afrekskonu sem hefur verið eitt af andlitum kvennatennisi í heiminum um margra ára skeið. Sjá einnig: Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Sharapova er gríðarlega vinsæl, en hæfileikar hennar og útlit hafa gert hana að tekjuhæstu íþróttakonu heims. Hún hefur trónað á toppi lista Forbes yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims mörg undanfarin ár. Sharapova er andlit fjölmargra vörumerkja og auglýsir allt frá íþróttafatnaði til sælgætis. Tekjur hennar á tennisvellinum eru ekki á meðal þeirra hæstu enda komst hún aðeins í úrslit á einu risamóti árið 2015 (opna ástralska) og í undanúrslit á Wimbledon. Þrátt fyrir það þénaði Sharapova 30 milljónir dala á síðasta ári eða 3,8 milljarði króna. Hún var langt á undan Serenu Williams sem var næst tekjuhæsta íþróttakona heims á síðasta ári með 25 milljónir dala í tekjur eða 3,1 milljarð króna.Sjá einnig:Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sharapova hefur á sínum ferli unnið fimm risamót en aðeins eitt síðan 2008. Serena Williams, lang besta tenniskona heims, hefur á sama tíma unnið tólf risamót og í heildina 21 risamót. Hvort þessi lyfjaskandall verði nóg til að fella Sharapovu af stalli sem tekjuhæstu íþróttakonu heims á eftir að koma í ljós. Íþróttavöruframleiðandinn Nike er nú þegar búinn að tilkynna að hann sé hættur að styrkja Sharapovu, en hún hefur verið eitt af andlitum Nike í áratug.
Tennis Tengdar fréttir Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15 Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21 Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Sharapova féll á lyfjaprófi Tennisdrottningin Maria Sharapova greindi frá því í kvöld að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 20:15
Svona greindi Sharapova frá lyfjaprófinu | Myndband Tekjuhæsta íþróttakona heims síðustu árin opinberaði í gær að hún hefði fallið á lyfjaprófi. 8. mars 2016 08:21
Sharapova: Ég axla fulla ábyrgð Sá fáheyrði atburður gerðist í kvöld að íþróttamaður axlaði ábyrgð eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 7. mars 2016 22:44