Porsche frumsýnir beinskipt villidýr í Genf Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2016 13:43 Porsche 911 R. Sportbílaframleiðandinn Porsche er óútreiknanlegur, það er eðli frumkvöðla. Þegar ofursportbíllinn Porsche 911 GT3, sem búinn er fullkomnustu sjálfskiptingu sem þróuð hefur verið, var settur á markað, fylgdi það sögunni að aldrei nokkurn tímann yrði boðið uppá svo öflugan bíl með beinskiptingu, enda óþarfi þegar völ væri á slíkri yfirburða sjálfskiptingu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, þar sem fjallað er um málið, kemur fram að hörðustu aðdáendum Porsche fannst ómaklega að sér vegið og létu það heyrast að þeir ættu nánast sögulegan rétt á slíku tryllitæki með „gírstöng“. Og hvað gerist? Forráðamenn Porsche taka til baka fyrri yfirlýsingar og svöruðu kallinu á þann eina veg sem þeir kunna; að kynna til sögunnar, beinskiptan, 500 hestafla draumasportbíl sem rýfur 100km/klst múrinn á litlum 3.8 sek. Hann ber nafnið Porsche 911 R og er nú aðalnúmerið í Porsche básnum á bílasýningunni í Genf. Porsche hefur þó sett þann varnagla á að einungis verði framleidd 991 eintök af 911 R. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent
Sportbílaframleiðandinn Porsche er óútreiknanlegur, það er eðli frumkvöðla. Þegar ofursportbíllinn Porsche 911 GT3, sem búinn er fullkomnustu sjálfskiptingu sem þróuð hefur verið, var settur á markað, fylgdi það sögunni að aldrei nokkurn tímann yrði boðið uppá svo öflugan bíl með beinskiptingu, enda óþarfi þegar völ væri á slíkri yfirburða sjálfskiptingu. Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, þar sem fjallað er um málið, kemur fram að hörðustu aðdáendum Porsche fannst ómaklega að sér vegið og létu það heyrast að þeir ættu nánast sögulegan rétt á slíku tryllitæki með „gírstöng“. Og hvað gerist? Forráðamenn Porsche taka til baka fyrri yfirlýsingar og svöruðu kallinu á þann eina veg sem þeir kunna; að kynna til sögunnar, beinskiptan, 500 hestafla draumasportbíl sem rýfur 100km/klst múrinn á litlum 3.8 sek. Hann ber nafnið Porsche 911 R og er nú aðalnúmerið í Porsche básnum á bílasýningunni í Genf. Porsche hefur þó sett þann varnagla á að einungis verði framleidd 991 eintök af 911 R.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent