Matargleði Evu Laufeyjar: Ljúffengt basilíkupestó Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2016 17:30 Virkilega girnilegt pestó. vísir Í síðasta þætti af Matargleði Evu á Stöð 2 útbjó hún ótrúlega girnilegt basilíkupestó eins og henni einni er lagið. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er einn af okkar allra bestu sjónvarpskokkum en hér að neðan má bæði sjá hvernig hún gerir pestóið og einnig uppskriftina. Eva útbýr pasta til að hafa með pestóinu og fer þetta tvennt mjög vel saman. BasilíkupestóHandfylli basiílkaHandfylli klettasalat2-3 dl kasjúhneturSafi af hálfri sítrónu1 dl nýrifin parmesan osturSalt og nýmalaður piparÓlífuolía, magn eftir smekkAðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, ef ykkur finnst pestóið of þykkt notið þið einfaldlega meiri ólífuolíu.Pastaréttur:400 g penne pastaólífuolía2 hvítlauksrif2 skallottulaukar½ rautt chili½ spergilskálshöfuðParmesan ostur1 askja kirsuberjatómatarSalt og nýmalaður piparAðferð: Sjóðið spergilkál í nokkrar mínútur í vel söltu vatni, á meðan steikið þið lauk, hvítlauk og chili upp úr ólífuolíu á pönnu. Skellið spergilkálinu út á pönnuna og steikið, lækkið hitann. Sjóðið pasta í vatninu sem spergilkálið var í samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Eftir þann tíma hellið þið vatninu frá en gott er að geyma einn bolla af soðinu til þess að bæta út á pönnuna seinna meir. Steikið pastað á pönnunni í 10 mínútur. Kryddið til með salti og pipar, rétt í lokin skerið þið nokkra kirsuberjatómata og bætið út á. Berið fram með nóg af ferskum nýrifnum parmesan osti. Eva Laufey Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið
Í síðasta þætti af Matargleði Evu á Stöð 2 útbjó hún ótrúlega girnilegt basilíkupestó eins og henni einni er lagið. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er einn af okkar allra bestu sjónvarpskokkum en hér að neðan má bæði sjá hvernig hún gerir pestóið og einnig uppskriftina. Eva útbýr pasta til að hafa með pestóinu og fer þetta tvennt mjög vel saman. BasilíkupestóHandfylli basiílkaHandfylli klettasalat2-3 dl kasjúhneturSafi af hálfri sítrónu1 dl nýrifin parmesan osturSalt og nýmalaður piparÓlífuolía, magn eftir smekkAðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, ef ykkur finnst pestóið of þykkt notið þið einfaldlega meiri ólífuolíu.Pastaréttur:400 g penne pastaólífuolía2 hvítlauksrif2 skallottulaukar½ rautt chili½ spergilskálshöfuðParmesan ostur1 askja kirsuberjatómatarSalt og nýmalaður piparAðferð: Sjóðið spergilkál í nokkrar mínútur í vel söltu vatni, á meðan steikið þið lauk, hvítlauk og chili upp úr ólífuolíu á pönnu. Skellið spergilkálinu út á pönnuna og steikið, lækkið hitann. Sjóðið pasta í vatninu sem spergilkálið var í samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Eftir þann tíma hellið þið vatninu frá en gott er að geyma einn bolla af soðinu til þess að bæta út á pönnuna seinna meir. Steikið pastað á pönnunni í 10 mínútur. Kryddið til með salti og pipar, rétt í lokin skerið þið nokkra kirsuberjatómata og bætið út á. Berið fram með nóg af ferskum nýrifnum parmesan osti.
Eva Laufey Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið