Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Höskuldur Kári Schram skrifar 1. mars 2016 12:09 Daði Már Kristófersson. Vísir Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði Búvörusamningar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira
Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði
Búvörusamningar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira