Stærsti dagur kosningabaráttunnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. mars 2016 07:00 Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton. Visir/EPA Hillary Clinton hefur afgerandi forystu meðal demókrata en Donald Trump meðal repúblikana í baráttunni um að verða forsetaefni flokkanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN birti í gær. Skoðanakönnunin náði til allra ríkja Bandaríkjanna. Clinton mældist með 20 prósenta forskot á Sanders, en hjá repúblikönum mældist Trump með 49 prósenta fylgi, Marco Rubio með 16 prósent en aðrir minna. Forkosningar og prófkjör flokkanna hófust í byrjun febrúar og standa allt fram í júnímánuð, en endanlega verða forsetaefni flokkanna valin á landsfundum þeirra í júlí. Í dag er svo stærsti dagurinn í kosningabaráttunni, „ofurþriðjudagurinn“ svonefndi þar sem kosið er samtímis í fjórtán af 50 ríkjum Bandaríkjanna.Repúblikanarnir Ben Carsons, Marco Rubio, Donald Trump, Ted Cruz og John Kasich. Fréttablaðið/EPAEftir daginn í dag ætti staða frambjóðendanna að skýrast verulega, þótt enn sé nokkuð í land þangað til endanleg niðurstaða verður ljós. Til þessa hefur sá frambjóðandi, sem á ofurþriðjudeginum hefur flesta sigra að baki, þótt nokkuð öruggur um að verða á endanum forsetaefni síns flokks. Fimm repúblikanar eru eftir í baráttunni, af þeim sextán sem upphaflega ákváðu að taka þátt. Auðkýfingurinn yfirlýsingaglaði Donald Trump hefur verið sigursælastur til þessa, þótt hann hafi engan veginn tryggt sér tilnefningu flokksins enn sem komið er.Næst honum koma þeir Marco Rubio, sem er öldungadeildarþingmaður frá Flórída, og Ted Cruz, sem er öldungadeildarþingmaður frá Texas. Ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie eru báðir hættir, en Christie hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Kasich hefur ekki verið sérlega sigursæll, en hann hefur nú lýst því yfir að ef hann tapar í Ohio, þar sem hann er ríkisstjóri, þá sé hann hættur. Forkosningar í Ohio verða þriðjudaginn 15. mars. Sá fimmti er heilaskurðlæknirinn Ben Carsons, sem vakið hefur athygli fyrir ýmsar furðulegar yfirlýsingar, svo sem um að píramídarnir í Egyptalandi hafi upphaflega ekki verið grafhýsi heldur korngeymslur. Dagurinn í dag ræður líklega úrslitum um það, hvort hann haldi áfram. Donald Trump Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Hillary Clinton hefur afgerandi forystu meðal demókrata en Donald Trump meðal repúblikana í baráttunni um að verða forsetaefni flokkanna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN birti í gær. Skoðanakönnunin náði til allra ríkja Bandaríkjanna. Clinton mældist með 20 prósenta forskot á Sanders, en hjá repúblikönum mældist Trump með 49 prósenta fylgi, Marco Rubio með 16 prósent en aðrir minna. Forkosningar og prófkjör flokkanna hófust í byrjun febrúar og standa allt fram í júnímánuð, en endanlega verða forsetaefni flokkanna valin á landsfundum þeirra í júlí. Í dag er svo stærsti dagurinn í kosningabaráttunni, „ofurþriðjudagurinn“ svonefndi þar sem kosið er samtímis í fjórtán af 50 ríkjum Bandaríkjanna.Repúblikanarnir Ben Carsons, Marco Rubio, Donald Trump, Ted Cruz og John Kasich. Fréttablaðið/EPAEftir daginn í dag ætti staða frambjóðendanna að skýrast verulega, þótt enn sé nokkuð í land þangað til endanleg niðurstaða verður ljós. Til þessa hefur sá frambjóðandi, sem á ofurþriðjudeginum hefur flesta sigra að baki, þótt nokkuð öruggur um að verða á endanum forsetaefni síns flokks. Fimm repúblikanar eru eftir í baráttunni, af þeim sextán sem upphaflega ákváðu að taka þátt. Auðkýfingurinn yfirlýsingaglaði Donald Trump hefur verið sigursælastur til þessa, þótt hann hafi engan veginn tryggt sér tilnefningu flokksins enn sem komið er.Næst honum koma þeir Marco Rubio, sem er öldungadeildarþingmaður frá Flórída, og Ted Cruz, sem er öldungadeildarþingmaður frá Texas. Ríkisstjórarnir Jeb Bush og Chris Christie eru báðir hættir, en Christie hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Kasich hefur ekki verið sérlega sigursæll, en hann hefur nú lýst því yfir að ef hann tapar í Ohio, þar sem hann er ríkisstjóri, þá sé hann hættur. Forkosningar í Ohio verða þriðjudaginn 15. mars. Sá fimmti er heilaskurðlæknirinn Ben Carsons, sem vakið hefur athygli fyrir ýmsar furðulegar yfirlýsingar, svo sem um að píramídarnir í Egyptalandi hafi upphaflega ekki verið grafhýsi heldur korngeymslur. Dagurinn í dag ræður líklega úrslitum um það, hvort hann haldi áfram.
Donald Trump Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira