Höfðu betur í lekamáli Snærós Sindradóttir skrifar 1. mars 2016 07:00 Thi Thuy og Hao Van voru grunuð um málamyndahjónaband. Vísir/Vilhelm Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum. Flóttamenn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Hjónin Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio höfðu betur gegn Útlendingastofnun, samkvæmt nýjum úrskurði Persónuverndar. Stofnuninni var ekki heimilt að skrásetja upplýsingar sem virðast hafa borist símleiðis frá félagsráðgjafa á Landspítalanum og miðla þeim áfram til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Miðlun upplýsinganna fór í bága við lög um persónuvernd. Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að Útlendingastofnun segi að þrjú símtöl hafi borist frá Landspítalanum til að spyrjast fyrir um stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy. Í þeim símtölum á að hafa komið fram sú skoðun hringjanda að Thi Thuy væri ung og barnaleg en maður hennar óframfærinn. Þær upplýsingar voru síðar notaðar til að rökstyðja beiðni Útlendingastofnunar um lögreglurannsókn. Samkvæmt úrskurðinum taldi Útlendingastofnun sig hafa leyfi til að deila þessum upplýsingum þar sem ekki væri um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Þessu er Persónuvernd ósammála þar sem um var að ræða heilsufarsupplýsingar. Engin gögn eru til á Landspítalanum um þennan ætlaða leka til stofnunarinnar og virðast símtölin þrjú ekki hafa verið skráð. Í úrskurðinum kemur fram, eins og Fréttablaðið greindi raunar frá þann 23. febrúar síðastliðinn, að starfsmaðurinn sem um ræddi neitaði að hafa veitt Útlendingastofnun þessar upplýsingar og að hann væri hættur störfum. Málið hefur verið kært til lögreglu svo að lögreglurannsókn fari fram á hvort leki hafi borist frá Landspítalanum.
Flóttamenn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira