Andasalat með perum og geitaosti Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2016 13:00 Æðislegt andasalatAndasalat með stökkum valhnetum og geitaosti 2 andabringur 1 poki klettasalat 1 granatepli 2 perur 1 tsk ólífuolía 1 tsk smjör Handfylli ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Salatdressing 1 tsk rauðvínsedik 1 dl jómfrúarolía 2 skallottulaukar 1 tsk dijon sinnep Salt og pipar Aðferð: Skerið aðeins í andabringurnar og steikið á pönnu. Kryddið bringuna til með salti og pipar og steikið bringurnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Setjið andabringurnar í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 8 - 10 mínútur. Eins og með allt kjöt er mikilvægt að leyfa því að hvíla í fáeinar mínútur áður en það er skorið, en það kemur í veg fyrir að safinn leki út og kjötið verði þurrt. Skerið perur í sneiðar og steikið upp úr olíu og smjöri í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Þurristið valhnetur á pönnu. Útbúið franska salatdressingu, saxið niður skallottulauk mjög smátt og setjið í skál. Blandið jómfrúarolíu, sinnepi og rauðvínsediki saman við og hrærið vel í dressingunni. Veltið kálinu upp úr dressingunni og leggið salatið á fat, raðið perum yfir, skerið andabringuna í sneiðar og leggið yfir, myljið geitaosti, sáldrið valhnetum og dreifið granateplum yfir salat í lokin. Berið strax fram og njótið vel. Matur Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið
Æðislegt andasalatAndasalat með stökkum valhnetum og geitaosti 2 andabringur 1 poki klettasalat 1 granatepli 2 perur 1 tsk ólífuolía 1 tsk smjör Handfylli ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Salatdressing 1 tsk rauðvínsedik 1 dl jómfrúarolía 2 skallottulaukar 1 tsk dijon sinnep Salt og pipar Aðferð: Skerið aðeins í andabringurnar og steikið á pönnu. Kryddið bringuna til með salti og pipar og steikið bringurnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Setjið andabringurnar í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 8 - 10 mínútur. Eins og með allt kjöt er mikilvægt að leyfa því að hvíla í fáeinar mínútur áður en það er skorið, en það kemur í veg fyrir að safinn leki út og kjötið verði þurrt. Skerið perur í sneiðar og steikið upp úr olíu og smjöri í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Þurristið valhnetur á pönnu. Útbúið franska salatdressingu, saxið niður skallottulauk mjög smátt og setjið í skál. Blandið jómfrúarolíu, sinnepi og rauðvínsediki saman við og hrærið vel í dressingunni. Veltið kálinu upp úr dressingunni og leggið salatið á fat, raðið perum yfir, skerið andabringuna í sneiðar og leggið yfir, myljið geitaosti, sáldrið valhnetum og dreifið granateplum yfir salat í lokin. Berið strax fram og njótið vel.
Matur Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið