Kristján gerir „mjög alvarlega athugasemdir“ við svar Bjarna um Borgunarmálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:11 Heitar umræður í þingsal um skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við spurningum þingmanns Samfylkingarinnar um Borgunarmálið. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með. Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með.
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira