Volkswagen veitir 120.000 starfsmönnum vinnu í vesturhluta Þýskalands og eru um þriðjungur þeirra skrifstofustörf. Volkswagen ætlar að skera niður 3.000 þeirra fram til enda næsta árs, eða á 21 mánaða tímabili. Því nemur niðurskurðurinn 7,5% af núverandi skrifstofustörfum VW í Þýskalandi.
Þetta verður gert til að skera niður kostnað í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen og með því hjálpa fyrirtækinu að mæta þeim kostnaði sem af því hlýst. Það er þýska fréttaveitan dpa.de sem greinir frá þessum fyrirhugaða niðurskurði Volkswagen.
Volkswagen ætlar einnig að skera niður þróunarkostnað sinn um 1 milljarð evra á þessu ári borið saman við í fyrra og er það einnig gert til að mæta sektargreiðslum og öðrum kostnaði vegna innkallana á þeim bílum sem svindlið varðar. Þá mun Volkswagen einnig fækka bílgerðum þeim sem ekki skila fyrirtækinu þeim ávinningi sem stefnt var að.
Niðurskurðurinn í skrifstofustörfum verður ef til vill ekki blóðugur og hann hljómar í fyrstu, en honum verður mætt með færri nýráðningum, með því að endurnýja ekki starfsamninga og fylla ekki í störf á meðan starfsfólk tekur frí. Því verða beinar uppsagnir fáar og niðurskurðurinn sársaukalausari.
Bílar