Margir skella sér á skíði um páskana og nú á öðrum degi páska eru flest skíðasvæði opin. Þó er lokað í Bláfjöllum en Skálafell er opið.
Í Skálafelli fallegt veður en nokkuð kalt, það er hægur vindur og nánast heiðskýrt. Opið er frá 10-17 í dag. Of hvasst er í Bláfjöllum til að hafa opið.
Í Hlíðarfjalli á AKureyri verður opið frá 10-16. Þar er lausamjöllin allsráðandi en mikið snjóaði í fjallinu í nótt.
Á Siglufirði er einnig opið frá 10-16 og þar er léttskýjað og gott veður og það sama má segja um skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki en þar er opið frá 9.30-16 í dag.
Gott færi á skíðasvæðum víðast hvar
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
