Refaljósmyndari farinn að forðast Ísland í júní Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2016 13:30 Joshua Holko er vanur því að bíða lengi í skítakulda eftir tækifærinu til að ná frábærri mynd. Ástralski ljósmyndarinn Joshua Holko er einn þeirra sem nýtir sér uppgert steinhús á Kvíum í Jökulfjörðum til að fylgjast með refnum á Íslandi. Hann hefur verið reglulegur gestur á Íslandi undanfarin sex ár og segist ástfanginn af landinu. Joshua hefur áhyggjur af stöðu mála í innviðum ferðaþjónustu hér á landi og er harður á því að rukka þurfi ferðamenn sérstaklega til þess að halda við vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Steinhúsið á Kvíum er tæplega hundrað ára gamalt en hefur verið í eyði tæplega helming þess tíma. Ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerði sumarið 2012 samning við landeigendur að Kvíum til afnota á íbúðarhúsinu sem er á þremur hæðum. Ástand þess var eftir atvikum nokkuð gott en síðan hefur verið unnið harðri hendi að því að gera það nothæft á nýjan leik. Nú tæpum fjórum árum síðar gista ferðamenn reglulega í húsinu, aðallega á sumrin þó og glæsilegri saunu hefur verið komið upp í litlu bakhúsi. Ekkert annað hús er í sjónmáli og engir nágrannar, að frátöldum refunum. Á sumrin hafast gönguhópar við í húsinu en að vetra til er orðið vinsælt að erlendir gönguskíðakappar fari í dagsferðir en einstakt þykir að geta rennt sér á gönguskíðum niður að sjónum. Blaðamaður hitti á Holko fyrr í mánuðinum að lokinni klukkustundalangri siglingu frá Ísafirði.Gestir að Kvíum virða fyrir sér umhverfið.Vísir/KTDMeð annan fótinn á Hornströndum „Ég hef komið víða við á Íslandi en kann best við mig utan borgarinnar. Hef verið mikið á Suðurlandi og fyrir norðan í kringum Mývatn,“ segir Holko sem er borinn og barnfæddur Ástrali en er sjö mánuði á ári á ferðalagi við myndatökur. Hann sérhæfir sig í „Polar photography“ og ver mestum tímanum á Suðurskautslandinu eða hér á Íslandi. „Áður en ég kom hingað var ég á Suðurskautslandinu og héðan fer ég svo til Noregs,“ segir Holko. Hann vinnur þessa stundina að bók um „The Arctic Fox“ en um þriggja ára verkefni er að ræða. „Ég er búinn að vera með annan fótinn á Hornströndum í þrjú ár. Ég vonast til þess að ná að klára bókina í ár.“Joshua Holko, fyrir miðju, ásamt gestum í steinhúsinu að Kvíum.Vísir/KTDElskar refinn Holko segir að refurinn sé uppáhaldsdýrið hans af öllum dýrunum sem þrífist í köldu loftslagi. Refinn sé skemmtilegast að mynd og eins og hann sé hannaður til að lifa af í kuldanum. „Það er nánast enginn matur hérna, hitastigið er vel undir frostmarki, skiptist á frost og þíða en refurinn lifir þetta allt af.“ Refurinn mætir ekki nægum skilningi að mati Holko, sérstaklega á Íslandi þar sem enn er reynt að veiða hann. Hann er ekki sammála þeim bændum á Íslandi sem kenni refnum um kindadauða. „Það er kjaftæði,“ segir Holko.Tónlistarmaðurinn Mugison í Jökulfjörðum og Kvíar í baksýn.Vísir/KTDÍ snjóholu í fimm til sex tíma Holko lýsir venjulegum degi að Kvíum þannig að hann vakni yfirleitt fyrir sólarupprás til að átta sig á því hvernig birtan verði þann daginn. „Ef útlitið er gott dríf ég mig út til að taka myndir,“ segir Holko. Mikil birta og snjóblástur eru kjöraðstæður. „Því kaldara og ógeðslegra sem veðrið er, því betra.“ Hann myndar til um klukkan ellefu en fer þá og fær sér morgunmat. Er yfirleitt inni yfir daginn og fer svo aftur út seinni partinn og myndar fram á kvöld, allt eftir veðurskilyrðum hvers dags. Hann segir um mikið þolinmæðisverk að ræða. „Stundum ertu kannski í snjóholu í fimm til sex klukkutíma og það gerist ekkert. Svo koma refirnir og þú hefur tíu mínútur til að ná mjög góðum myndum, svo eru þeir farnir.“ Holko hafði áttað sig á því að þrír refir væru á svæðinu í kringum Kvíar. Tveir karlkyns og einn kvenkyns. Svæðið ráði varla við fleiri refi enda lítinn mat fyrir þá að fá. Hann segist bæði hafa hugmyndir um hvernig myndum hann vilji ná en svo gerast hlutirnir bara í augnablikinu. „Eins og í gær þegar ég sá stærri karlkynsrefinn ráðast á þann minni. Sá hafði náð sér í mat sem hinn vildi komast í. Hegðun þeirra getur verið mjög sérstök og fáir sem fá að sjá og upplifa hana.“ ArcticFoxBehindScenes from Joshua Holko on Vimeo.Forðast Ísland í júní Holko reiknar með því að koma aftur til Ísland í tvo mánuði í ágúst og september og svo verður hann aftur á ferðinni næsta vetur. Hann kann betur við að sækja Ísland heim utan ferðamannatímans. „Ég kann betur að meta veturna því túrisminn er orðinn svo fyrirferðamikill. Júní er til dæmis bara fáránlegur. Ég reyni að forðast Ísland í júní,“ segir Holko og hlær þegar hann er spurður hvort Ísland sé orðið að túristagildru. „Það er langt síðan. En það er margt sem þarf að gera betur,“ segir Holko og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ef þú kemur til Íslands og ert ekki með íslenskt vegabréf þá ættirðu að þurfa að greiða lágt gjald sem rennur til náttúrunnar. Það þarf ekki að vera hátt, kannski 20-30 dollarar. Það mun ekki aftra fólki frá því að koma til Íslands en gefur Íslandi á sama tíma fé til að viðhalda ferðamannastöðunum. Ágangur fólks er alltof mikill á mörgum svæðum og infrastrúktúrinn ekki nógu góður.“Kvíar eru í Jökulfirði en um klukkustund tekur að sigla þangað frá Ísafirði.Kort/Loftmyndir.isUppáhaldsorðið er fýluferð Holko er búsettur í heimalandinu Ástralíu þar sem hann á konu og tvö börn. Flakkarinn er eðli málsins samkvæmt oft fjarri í lengri tíma og hlakkaði til að komast á Ísafjörð til að geta spjallað við fjölskylduna á Skype. „En það er gaman að komast á stað þar sem er ekkert internet, engir símar og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þegar ég hef ekki þetta áreiti get ég einbeitt mér fullkomlega að því sem ég er að mynda.“ Eftir allar heimsóknirnar til Íslands ætti hann að vera farinn að læra smá íslensku, eða hvað? Eignast sitt uppáhaldsorð? „Íslenskan mín er ekki sérstaklega góð,“ segir Holko og hlær. „Uppáhaldsorðið mitt er samt líklega fýluferð. Ef birtan er ekki góð þá er um fýluferð að ræða.“ Holko rekur þrjú gallerí, tvö í Bandaríkjunum og eitt í Ástralíu, en fjölmargar myndir Holko má sjá á heimasíðu hans, hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Ástralski ljósmyndarinn Joshua Holko er einn þeirra sem nýtir sér uppgert steinhús á Kvíum í Jökulfjörðum til að fylgjast með refnum á Íslandi. Hann hefur verið reglulegur gestur á Íslandi undanfarin sex ár og segist ástfanginn af landinu. Joshua hefur áhyggjur af stöðu mála í innviðum ferðaþjónustu hér á landi og er harður á því að rukka þurfi ferðamenn sérstaklega til þess að halda við vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Steinhúsið á Kvíum er tæplega hundrað ára gamalt en hefur verið í eyði tæplega helming þess tíma. Ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures gerði sumarið 2012 samning við landeigendur að Kvíum til afnota á íbúðarhúsinu sem er á þremur hæðum. Ástand þess var eftir atvikum nokkuð gott en síðan hefur verið unnið harðri hendi að því að gera það nothæft á nýjan leik. Nú tæpum fjórum árum síðar gista ferðamenn reglulega í húsinu, aðallega á sumrin þó og glæsilegri saunu hefur verið komið upp í litlu bakhúsi. Ekkert annað hús er í sjónmáli og engir nágrannar, að frátöldum refunum. Á sumrin hafast gönguhópar við í húsinu en að vetra til er orðið vinsælt að erlendir gönguskíðakappar fari í dagsferðir en einstakt þykir að geta rennt sér á gönguskíðum niður að sjónum. Blaðamaður hitti á Holko fyrr í mánuðinum að lokinni klukkustundalangri siglingu frá Ísafirði.Gestir að Kvíum virða fyrir sér umhverfið.Vísir/KTDMeð annan fótinn á Hornströndum „Ég hef komið víða við á Íslandi en kann best við mig utan borgarinnar. Hef verið mikið á Suðurlandi og fyrir norðan í kringum Mývatn,“ segir Holko sem er borinn og barnfæddur Ástrali en er sjö mánuði á ári á ferðalagi við myndatökur. Hann sérhæfir sig í „Polar photography“ og ver mestum tímanum á Suðurskautslandinu eða hér á Íslandi. „Áður en ég kom hingað var ég á Suðurskautslandinu og héðan fer ég svo til Noregs,“ segir Holko. Hann vinnur þessa stundina að bók um „The Arctic Fox“ en um þriggja ára verkefni er að ræða. „Ég er búinn að vera með annan fótinn á Hornströndum í þrjú ár. Ég vonast til þess að ná að klára bókina í ár.“Joshua Holko, fyrir miðju, ásamt gestum í steinhúsinu að Kvíum.Vísir/KTDElskar refinn Holko segir að refurinn sé uppáhaldsdýrið hans af öllum dýrunum sem þrífist í köldu loftslagi. Refinn sé skemmtilegast að mynd og eins og hann sé hannaður til að lifa af í kuldanum. „Það er nánast enginn matur hérna, hitastigið er vel undir frostmarki, skiptist á frost og þíða en refurinn lifir þetta allt af.“ Refurinn mætir ekki nægum skilningi að mati Holko, sérstaklega á Íslandi þar sem enn er reynt að veiða hann. Hann er ekki sammála þeim bændum á Íslandi sem kenni refnum um kindadauða. „Það er kjaftæði,“ segir Holko.Tónlistarmaðurinn Mugison í Jökulfjörðum og Kvíar í baksýn.Vísir/KTDÍ snjóholu í fimm til sex tíma Holko lýsir venjulegum degi að Kvíum þannig að hann vakni yfirleitt fyrir sólarupprás til að átta sig á því hvernig birtan verði þann daginn. „Ef útlitið er gott dríf ég mig út til að taka myndir,“ segir Holko. Mikil birta og snjóblástur eru kjöraðstæður. „Því kaldara og ógeðslegra sem veðrið er, því betra.“ Hann myndar til um klukkan ellefu en fer þá og fær sér morgunmat. Er yfirleitt inni yfir daginn og fer svo aftur út seinni partinn og myndar fram á kvöld, allt eftir veðurskilyrðum hvers dags. Hann segir um mikið þolinmæðisverk að ræða. „Stundum ertu kannski í snjóholu í fimm til sex klukkutíma og það gerist ekkert. Svo koma refirnir og þú hefur tíu mínútur til að ná mjög góðum myndum, svo eru þeir farnir.“ Holko hafði áttað sig á því að þrír refir væru á svæðinu í kringum Kvíar. Tveir karlkyns og einn kvenkyns. Svæðið ráði varla við fleiri refi enda lítinn mat fyrir þá að fá. Hann segist bæði hafa hugmyndir um hvernig myndum hann vilji ná en svo gerast hlutirnir bara í augnablikinu. „Eins og í gær þegar ég sá stærri karlkynsrefinn ráðast á þann minni. Sá hafði náð sér í mat sem hinn vildi komast í. Hegðun þeirra getur verið mjög sérstök og fáir sem fá að sjá og upplifa hana.“ ArcticFoxBehindScenes from Joshua Holko on Vimeo.Forðast Ísland í júní Holko reiknar með því að koma aftur til Ísland í tvo mánuði í ágúst og september og svo verður hann aftur á ferðinni næsta vetur. Hann kann betur við að sækja Ísland heim utan ferðamannatímans. „Ég kann betur að meta veturna því túrisminn er orðinn svo fyrirferðamikill. Júní er til dæmis bara fáránlegur. Ég reyni að forðast Ísland í júní,“ segir Holko og hlær þegar hann er spurður hvort Ísland sé orðið að túristagildru. „Það er langt síðan. En það er margt sem þarf að gera betur,“ segir Holko og liggur ekki á skoðunum sínum. „Ef þú kemur til Íslands og ert ekki með íslenskt vegabréf þá ættirðu að þurfa að greiða lágt gjald sem rennur til náttúrunnar. Það þarf ekki að vera hátt, kannski 20-30 dollarar. Það mun ekki aftra fólki frá því að koma til Íslands en gefur Íslandi á sama tíma fé til að viðhalda ferðamannastöðunum. Ágangur fólks er alltof mikill á mörgum svæðum og infrastrúktúrinn ekki nógu góður.“Kvíar eru í Jökulfirði en um klukkustund tekur að sigla þangað frá Ísafirði.Kort/Loftmyndir.isUppáhaldsorðið er fýluferð Holko er búsettur í heimalandinu Ástralíu þar sem hann á konu og tvö börn. Flakkarinn er eðli málsins samkvæmt oft fjarri í lengri tíma og hlakkaði til að komast á Ísafjörð til að geta spjallað við fjölskylduna á Skype. „En það er gaman að komast á stað þar sem er ekkert internet, engir símar og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þegar ég hef ekki þetta áreiti get ég einbeitt mér fullkomlega að því sem ég er að mynda.“ Eftir allar heimsóknirnar til Íslands ætti hann að vera farinn að læra smá íslensku, eða hvað? Eignast sitt uppáhaldsorð? „Íslenskan mín er ekki sérstaklega góð,“ segir Holko og hlær. „Uppáhaldsorðið mitt er samt líklega fýluferð. Ef birtan er ekki góð þá er um fýluferð að ræða.“ Holko rekur þrjú gallerí, tvö í Bandaríkjunum og eitt í Ástralíu, en fjölmargar myndir Holko má sjá á heimasíðu hans, hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira