Hvernig gat ökuferðin endað svona? Finnur Thorlacius skrifar 30. mars 2016 11:10 Magnaður endir ökuferðar. Á laugardaginn fyrir páska endaði ökuferð konu einnar í Tennessee í Bandaríkjunum svona og er erfitt að ímynda sér hvernig bíll hennar gat endað í nokkra metra hæð flæktur í rafmagnslínur. Ástæða þess er að framdrifsbíll hennar rann á vegrið sem tengdist víravirki og framhjól bílsins hafa náð taki á vírunum, framhjólin snúist um vírana og með því spólaðist bíllinn upp í þessa hæð. Hún þurfti að dúsa í bíl sínum eftir atvikið í tvær klukkustundir uns bílnum var náð niður. Konunni varð ekki meint af þessari athygliverðu ökuferð og hún var ekki undir áhrifum víns né lyfja. Ökuferð hennar kemst engu að síður í metabækurnar fyrir frumleg endalok. Það er hálfgerð synd að ekki náðust lifandi myndir af þessu magnaða atviki. Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent
Á laugardaginn fyrir páska endaði ökuferð konu einnar í Tennessee í Bandaríkjunum svona og er erfitt að ímynda sér hvernig bíll hennar gat endað í nokkra metra hæð flæktur í rafmagnslínur. Ástæða þess er að framdrifsbíll hennar rann á vegrið sem tengdist víravirki og framhjól bílsins hafa náð taki á vírunum, framhjólin snúist um vírana og með því spólaðist bíllinn upp í þessa hæð. Hún þurfti að dúsa í bíl sínum eftir atvikið í tvær klukkustundir uns bílnum var náð niður. Konunni varð ekki meint af þessari athygliverðu ökuferð og hún var ekki undir áhrifum víns né lyfja. Ökuferð hennar kemst engu að síður í metabækurnar fyrir frumleg endalok. Það er hálfgerð synd að ekki náðust lifandi myndir af þessu magnaða atviki.
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent