Sala bíla í Evrópu jókst um 5,2% í mars Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2016 10:05 Páskarnir voru í mars og fækkaði það bílasöludögunum. Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%. Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent
Mars var góður mánuður fyrir bílaframleiðendur í Evrópu en salan jókst um 5,2% og hefur vaxið það sem af er ári um 7,7%. Því var vöxturinn hægari en á fyrstu tveimur mánuðum ársins en samtals er hún meiri en spáð var í upphafi árs. Í mars seldust 1,64 milljón bílar og er salan á fyrsta ársfjórðungi komin í 3,66 milljón bíla. Það að páskarnir féllu í mars þetta árið fækkaði bílasöludögum í mars miðað við síðasta ár og því er þessi aukning í mars góð. Spár um bílasölu í Evrópu hafa verið hækkaðar vegna þessarar ágætu sölu og nú er því spáð að 14,28 milljón bílar muni seljast í álfunni í ár og að vöxturinn muni nema 7% frá 2015. Sala bíla í Þýskalandi, stærsta bílasölulandi Evrópu stóð samt í stað á milli ára í mars, en salan í Bretlandi, næst stærsta bílasölulandinu, jókst um 5,3%. Í Frakklandi nam vöxturinn 8% og heilum 17% á Ítalíu. Á Spáni varð hins vegar samdráttur um 1%.
Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent