Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Sæunn Gísladóttir skrifar 8. apríl 2016 09:47 Franski fréttamaðurinn þráspurði Bjarna. Mynd/Skjáskot af vef Canal + Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, reiddist Martin Weill, frönskum fréttamanni hjá Le Petit Journal, á blaðamannafundi á miðvikudaginn þegar hann ítrekað spurði hann hvort hann myndi ekki segja af sér vegna Panama-skjalanna. Fréttainnslagið má finna neðst í þessari frétt. Panama-skjölin hafa fest sig í sögu eins lands, Íslands. Þetta segir í frétt Le Petit Journal um málið. Le Petit Journal er franskur fréttaskýringarþáttur sem færir Frökkum fréttir í gamansömum tón. Á þriðjudaginn ýttu mótmæli forsætisráðherranum út og eru tveir aðrir ráðherrar tengdir skjölunum. Þeir hættu ekki. „Í gær boðaði ríkisstjórnin til blaðamannafundur og þú sérð að þar kom fram að þeir ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur," sagði Martin í fréttinni. Á blaðamannafundinum spurði Martin Bjarna hvort hann ætlaði að sitja áfram í ljósi þess að mótmælendurnir úti væru að biðja um afsögn hans. „Það hljómar eins og þú haldir að ég muni ekki gera það,“ svarar Bjarni og segir að hann muni halda áfram. Franska byltingin sem átti sér stað á árunum 1789 - 1799 var, eins og flestum er kunnugt, upphafið að því að einræðisríki véku fyrir lýðræðisríkjum í Evrópu. Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarform, því heldur enginn fram, en það eru þó langflestir íbúar vestrænna ríkja sammála um að það sé skásta stjórnarformið sem við höfum. Ísland varð lýðveldi árið 1944. Tístarar hafa gert viðtalið að umtalsefni sínu eins og sjá má hér að neðan.Er að meta að þessi franski tittur frá Canal+ hafi eiginlega smókað Bjarna. Is this democracy in Iceland?— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 8, 2016 Sjá einnig: Fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála „Hvernig ætlar þú að gera það? Þeir munu ekki hætta að mótmæla fyrr en þú hættir?," spyr Martin. „Sagði þér einhver það," svarar Bjarni. „Já allir úti," segir Martin. Þá svarar Bjarni að þeir munu fá sitt tækifæri í lýðræðislegum kosningum í haust. „Þú ætlar ekki að hætta?," spyr þá Martin og svarar Bjarni ekki. „Er þetta lýðræði á Íslandi," spyr Martin þá. „Hvaðan ert þú," spyr Bjarni.Greyið Bjarni - þetta er agalegt viðtal #cashljós #panamapapers https://t.co/GHBHj3GFvS— Gudrun Jona (@gudrunjona) April 8, 2016 Eftir að Martin svarar honum að hann sé frá Frakklandi svarar Bjarni: „Við erum búin að kjósa 2007, 2009 , 2013 og núna 2016, fjórar alþingiskosningar á sjö árum það er lýðræði." Martin heldur áfram að spyrja Bjarna, traustið sé brotið hvernig geti hann setið áfram og Bjarni svarar honum að hann verði að róa sig og segist hafa svarað spurningum Martin. Fréttamenn hér á landi hafa þráspurt Bjarna þess sama, hvort honum sé sætt í embætti áfram, en það setur málið í nýtt samhengi að sjá erlendan miðil fjalla um málið og eiga bágt með að samþykkja útskýringar Bjarna. Að lokum í þættinum segir þáttastjórnandinn kaldhæðnislega við Martin: „Þú ert að eignast vini á Íslandi!"Magnað að sjá fólk tísta um að Bjarni sé að standa sig vel. Hann gæti allt eins bara barið sér í brjóst og gólað.https://t.co/wrcTTcKpM7— Logi Pedro (@logifknpedro) April 8, 2016 Government arrogance on clear display for my french speaking friends @Bjarni_Ben https://t.co/TPC9gTc2lE #panamapapers— Arnaldur Sigurðarson (@Arnaldtor) April 8, 2016 Bjarni hefði þurft að reykja sig duglega niður fyrir þennan blaðamannafund. https://t.co/iM1Uw0vdx7— Stígur Helgason (@Stigurh) April 7, 2016 Hér fyrir neðan má sjá fréttina í heild sinni.Martin interroge le premier ministre islandais sur sa démission - Le Petit Journal du 07/04 Panama-skjölin Tengdar fréttir Skiptar skoðanir og ósætti í stjórnarliðinu Vigdís Hauksdóttir er óánægð með að hafa ekki fengið ráðherraembætti. Hún segir forystu flokksins nú hafa gengið fram hjá sér í annað sinn. 7. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag. Ráðherralið Sjálfstæðisflokks óbreytt - Framsókn tekur inn utanþingsráðherra við lítinn fögnuð. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, reiddist Martin Weill, frönskum fréttamanni hjá Le Petit Journal, á blaðamannafundi á miðvikudaginn þegar hann ítrekað spurði hann hvort hann myndi ekki segja af sér vegna Panama-skjalanna. Fréttainnslagið má finna neðst í þessari frétt. Panama-skjölin hafa fest sig í sögu eins lands, Íslands. Þetta segir í frétt Le Petit Journal um málið. Le Petit Journal er franskur fréttaskýringarþáttur sem færir Frökkum fréttir í gamansömum tón. Á þriðjudaginn ýttu mótmæli forsætisráðherranum út og eru tveir aðrir ráðherrar tengdir skjölunum. Þeir hættu ekki. „Í gær boðaði ríkisstjórnin til blaðamannafundur og þú sérð að þar kom fram að þeir ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur," sagði Martin í fréttinni. Á blaðamannafundinum spurði Martin Bjarna hvort hann ætlaði að sitja áfram í ljósi þess að mótmælendurnir úti væru að biðja um afsögn hans. „Það hljómar eins og þú haldir að ég muni ekki gera það,“ svarar Bjarni og segir að hann muni halda áfram. Franska byltingin sem átti sér stað á árunum 1789 - 1799 var, eins og flestum er kunnugt, upphafið að því að einræðisríki véku fyrir lýðræðisríkjum í Evrópu. Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarform, því heldur enginn fram, en það eru þó langflestir íbúar vestrænna ríkja sammála um að það sé skásta stjórnarformið sem við höfum. Ísland varð lýðveldi árið 1944. Tístarar hafa gert viðtalið að umtalsefni sínu eins og sjá má hér að neðan.Er að meta að þessi franski tittur frá Canal+ hafi eiginlega smókað Bjarna. Is this democracy in Iceland?— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 8, 2016 Sjá einnig: Fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála „Hvernig ætlar þú að gera það? Þeir munu ekki hætta að mótmæla fyrr en þú hættir?," spyr Martin. „Sagði þér einhver það," svarar Bjarni. „Já allir úti," segir Martin. Þá svarar Bjarni að þeir munu fá sitt tækifæri í lýðræðislegum kosningum í haust. „Þú ætlar ekki að hætta?," spyr þá Martin og svarar Bjarni ekki. „Er þetta lýðræði á Íslandi," spyr Martin þá. „Hvaðan ert þú," spyr Bjarni.Greyið Bjarni - þetta er agalegt viðtal #cashljós #panamapapers https://t.co/GHBHj3GFvS— Gudrun Jona (@gudrunjona) April 8, 2016 Eftir að Martin svarar honum að hann sé frá Frakklandi svarar Bjarni: „Við erum búin að kjósa 2007, 2009 , 2013 og núna 2016, fjórar alþingiskosningar á sjö árum það er lýðræði." Martin heldur áfram að spyrja Bjarna, traustið sé brotið hvernig geti hann setið áfram og Bjarni svarar honum að hann verði að róa sig og segist hafa svarað spurningum Martin. Fréttamenn hér á landi hafa þráspurt Bjarna þess sama, hvort honum sé sætt í embætti áfram, en það setur málið í nýtt samhengi að sjá erlendan miðil fjalla um málið og eiga bágt með að samþykkja útskýringar Bjarna. Að lokum í þættinum segir þáttastjórnandinn kaldhæðnislega við Martin: „Þú ert að eignast vini á Íslandi!"Magnað að sjá fólk tísta um að Bjarni sé að standa sig vel. Hann gæti allt eins bara barið sér í brjóst og gólað.https://t.co/wrcTTcKpM7— Logi Pedro (@logifknpedro) April 8, 2016 Government arrogance on clear display for my french speaking friends @Bjarni_Ben https://t.co/TPC9gTc2lE #panamapapers— Arnaldur Sigurðarson (@Arnaldtor) April 8, 2016 Bjarni hefði þurft að reykja sig duglega niður fyrir þennan blaðamannafund. https://t.co/iM1Uw0vdx7— Stígur Helgason (@Stigurh) April 7, 2016 Hér fyrir neðan má sjá fréttina í heild sinni.Martin interroge le premier ministre islandais sur sa démission - Le Petit Journal du 07/04
Panama-skjölin Tengdar fréttir Skiptar skoðanir og ósætti í stjórnarliðinu Vigdís Hauksdóttir er óánægð með að hafa ekki fengið ráðherraembætti. Hún segir forystu flokksins nú hafa gengið fram hjá sér í annað sinn. 7. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag. Ráðherralið Sjálfstæðisflokks óbreytt - Framsókn tekur inn utanþingsráðherra við lítinn fögnuð. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Sjá meira
Skiptar skoðanir og ósætti í stjórnarliðinu Vigdís Hauksdóttir er óánægð með að hafa ekki fengið ráðherraembætti. Hún segir forystu flokksins nú hafa gengið fram hjá sér í annað sinn. 7. apríl 2016 07:00
Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag. Ráðherralið Sjálfstæðisflokks óbreytt - Framsókn tekur inn utanþingsráðherra við lítinn fögnuð. 7. apríl 2016 07:00