Sigmundur segir ekki eðlilegt að setið sé á upplýsingum um skattaskjólseignir Birgir Olgeirsson skrifar 7. apríl 2016 17:04 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur gríðarlega mikilvægt að allar þær upplýsingar sem eru til um aflandseignir Íslendinga verði gerðar opinberar sem fyrst til að draga úr tortryggni og efa í samfélaginu. Þetta sagði Sigmundur Davíð í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann sagði ekki eðlilegt að sitja á þessum upplýsingum og nota þær til að skrifa einhverja sögu eða mjatla þeim smám saman út. Að mati Sigmundur þarf að birta upplýsingar allar í einu til að hægt sjá hverjir hafa staðið í skilum. Þannig verður tortryggni og efa eytt í samfélaginu að hans mati og hægt verður að hefja uppbygginguna.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirHefur áhyggjur af umræðunni Sigmundur Davíð sagðist vera áhyggjufullur yfir því hvernig umræðan í samfélaginu sé að þróast. Hann sé ýmsu vanur en eigi erfitt með að horfa upp á hvernig ráðist sé að hans mati á ættingja stjórnmálamanna með takmarkalausri grimmd og ósannsögli. Sagði hann íslensku þjóðina standa vel að vígi í dag en óttast hvað muni gerast ef hún lendir í alvarlegri krísu. „Hvernig verður þetta ástand þá? Maður spyr sig og þetta veldur manni áhyggjum.“Erfiðara að vera maki stjórnmálamanns Sagði hann það vera miklu erfiðara hlutverk að vera maki stjórnmálamanns heldur en stjórnmálamaður. Stjórnmálamaður vinni við að vera í slagnum en makinn getur orðið saklaust fórnarlamb hernaðaraðgerða, sem hann kallaði í óeiginlegri merkingu. Umræðan síðustu vikur hefur að stærstum hluta snúist um aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Félagið var að finna í Panamagögnunum en þar kom í ljós að það var í upphafi skráð bæði á Sigmund Davíð og Önnu Sigurlaugu þar til Sigmundur seldi helmingshlut sinn til eiginkonu sinnar fyrir einn Bandaríkjadollar.Lilja Alfreðsdóttir ræddi lítið við blaðamenn þegar hún kom á Bessastaði í dag. Vísir/Anton BrinkVelti fyrir sér ef um konu væri að ræða Sagðist Sigmundur hafa velt því fyrir sér hvort umræðan hefði verið eins ef um væri að ræða konu í stjórnmálum og hún ætti vel stæðan karl og hvort ætlaði að hlutast til um það hvernig karlinn færi með sitt fé. Hann sagðist ætla að beita sér fyrir því að allir muni standa skil á sínu í samfélaginu. Hann sagðist sérstaklega stoltur af eiginkonu sinni sem hafi verið eitilhörð á því að vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins og ekki viljað spara krónu frá því.Trúir ekki öðru en afnám verðtryggingar verði haldið áfram Spurður út í málefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar og að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki minnst á afnám verðtryggingarinnar þegar þeir ræddu við blaðamenn í Alþingishúsinu í gærkvöldi, sagðist Sigmundur ekki geta ímyndað sér annað en að menn ætli sér að klára það mál. Afnám verðtryggingarinnar hafi verið rædd þegar þessi ríkisstjórn var mynduð og að hann hafi lagt ofuráherslu á það. Vinnan við afnám er að hans sögn komin á góðan rekspöl þar sem búið sé að taka stærri skref en áformað var samkvæmt tillögum sem samþykktar voru af ríkisstjórn.Segir Lilju lausnamiðaða og drífandi Spurður út í nýjan utanríkisráðherra, Lilju Alfreðsdóttir, sagði Sigmundur hana vera með gríðarlega umfangsmikla og góða þekkingu á alþjóðamálum. Hún sé vel að sér í samskiptum ríkja, sérstaklega hvað varðar efnahagsmál. Sagðist Sigmundur hafa í stjórnmálatíð sinni ávallt reynt að hafa með sér til ráðgjafar og aðstoðar fólk sem er hvað færast á sínu sviði. Klárt fólk, útsjónarsamt, lausnamiða og drífandi. „Lilja Alfreðsdóttir sameinar það allt,“ sagði Sigmundur sem fagnaði því að hún væri með formlegum hætti komin í þjónustu þjóðarinnar. Panama-skjölin Tengdar fréttir Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum "Hann mun hata mig allt sitt líf,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson. 7. apríl 2016 14:51 Ætla ekki að birta öll Panamaskjölin Segja hluta þeirra ekki eiga erindi við almenning. 7. apríl 2016 14:30 Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. 7. apríl 2016 09:59 Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur gríðarlega mikilvægt að allar þær upplýsingar sem eru til um aflandseignir Íslendinga verði gerðar opinberar sem fyrst til að draga úr tortryggni og efa í samfélaginu. Þetta sagði Sigmundur Davíð í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann sagði ekki eðlilegt að sitja á þessum upplýsingum og nota þær til að skrifa einhverja sögu eða mjatla þeim smám saman út. Að mati Sigmundur þarf að birta upplýsingar allar í einu til að hægt sjá hverjir hafa staðið í skilum. Þannig verður tortryggni og efa eytt í samfélaginu að hans mati og hægt verður að hefja uppbygginguna.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirHefur áhyggjur af umræðunni Sigmundur Davíð sagðist vera áhyggjufullur yfir því hvernig umræðan í samfélaginu sé að þróast. Hann sé ýmsu vanur en eigi erfitt með að horfa upp á hvernig ráðist sé að hans mati á ættingja stjórnmálamanna með takmarkalausri grimmd og ósannsögli. Sagði hann íslensku þjóðina standa vel að vígi í dag en óttast hvað muni gerast ef hún lendir í alvarlegri krísu. „Hvernig verður þetta ástand þá? Maður spyr sig og þetta veldur manni áhyggjum.“Erfiðara að vera maki stjórnmálamanns Sagði hann það vera miklu erfiðara hlutverk að vera maki stjórnmálamanns heldur en stjórnmálamaður. Stjórnmálamaður vinni við að vera í slagnum en makinn getur orðið saklaust fórnarlamb hernaðaraðgerða, sem hann kallaði í óeiginlegri merkingu. Umræðan síðustu vikur hefur að stærstum hluta snúist um aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu Sigmundar Davíðs, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Félagið var að finna í Panamagögnunum en þar kom í ljós að það var í upphafi skráð bæði á Sigmund Davíð og Önnu Sigurlaugu þar til Sigmundur seldi helmingshlut sinn til eiginkonu sinnar fyrir einn Bandaríkjadollar.Lilja Alfreðsdóttir ræddi lítið við blaðamenn þegar hún kom á Bessastaði í dag. Vísir/Anton BrinkVelti fyrir sér ef um konu væri að ræða Sagðist Sigmundur hafa velt því fyrir sér hvort umræðan hefði verið eins ef um væri að ræða konu í stjórnmálum og hún ætti vel stæðan karl og hvort ætlaði að hlutast til um það hvernig karlinn færi með sitt fé. Hann sagðist ætla að beita sér fyrir því að allir muni standa skil á sínu í samfélaginu. Hann sagðist sérstaklega stoltur af eiginkonu sinni sem hafi verið eitilhörð á því að vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins og ekki viljað spara krónu frá því.Trúir ekki öðru en afnám verðtryggingar verði haldið áfram Spurður út í málefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar og að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefðu ekki minnst á afnám verðtryggingarinnar þegar þeir ræddu við blaðamenn í Alþingishúsinu í gærkvöldi, sagðist Sigmundur ekki geta ímyndað sér annað en að menn ætli sér að klára það mál. Afnám verðtryggingarinnar hafi verið rædd þegar þessi ríkisstjórn var mynduð og að hann hafi lagt ofuráherslu á það. Vinnan við afnám er að hans sögn komin á góðan rekspöl þar sem búið sé að taka stærri skref en áformað var samkvæmt tillögum sem samþykktar voru af ríkisstjórn.Segir Lilju lausnamiðaða og drífandi Spurður út í nýjan utanríkisráðherra, Lilju Alfreðsdóttir, sagði Sigmundur hana vera með gríðarlega umfangsmikla og góða þekkingu á alþjóðamálum. Hún sé vel að sér í samskiptum ríkja, sérstaklega hvað varðar efnahagsmál. Sagðist Sigmundur hafa í stjórnmálatíð sinni ávallt reynt að hafa með sér til ráðgjafar og aðstoðar fólk sem er hvað færast á sínu sviði. Klárt fólk, útsjónarsamt, lausnamiða og drífandi. „Lilja Alfreðsdóttir sameinar það allt,“ sagði Sigmundur sem fagnaði því að hún væri með formlegum hætti komin í þjónustu þjóðarinnar.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum "Hann mun hata mig allt sitt líf,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson. 7. apríl 2016 14:51 Ætla ekki að birta öll Panamaskjölin Segja hluta þeirra ekki eiga erindi við almenning. 7. apríl 2016 14:30 Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. 7. apríl 2016 09:59 Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum "Hann mun hata mig allt sitt líf,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson. 7. apríl 2016 14:51
Ætla ekki að birta öll Panamaskjölin Segja hluta þeirra ekki eiga erindi við almenning. 7. apríl 2016 14:30
Lilja Alfreðsdóttir verður utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. 7. apríl 2016 09:59
Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02