Metsala bíla í Bretlandi í mars Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 12:25 Tvær kynslóðir Mini bíla. mini.com Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára. Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent
Aldrei áður hefur selst viðlíka magn nýrra bíla í mars í Bretlandi en í nýliðnum mánuði. Salan nam 518.707 bílum og var aukningin 5,3% frá fyrra ári. Salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur ekki verið meiri frá árinu 1997. Það sem ýtir undir góða sölu í Bretlandi nú eru lágir vextir á bílalánum og vænleg tilboð á bílum og fjármögnun þeirra frá bílasölum. Þó að salan nú sé góð er gert ráð fyrir að um hægist í sölunni, jafnvel strax í þessum mánuði vegna pólitískrar óvissu vegna atkvæðagreiðslu um úrsögn úr Evrópusambandinu. Svo vel gekk að selja bíla í mars að meira að segja Volkswagen, sem erfitt hefur átt uppdráttar í sölu í Bretlandi og víðar frá dísilvélaskandalnum, var með 0,02% aukningu í sölu. Enn Betur gekk hjá undirmerkjum Volkswagen og t.d. jók Porsche söluna um 19%, Skoda um 10% og Audi um 4,6%. Seat var undantekningin frá reglunni, en sala þess minnkaði um 1,9% á milli ára.
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent