„Það hefur enginn beðist afsökunar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:20 Birgitta Jónsdóttir pírati gagnrýnir vöntun á auðmýkt. Vísir/valli „Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls. Panama-skjölin Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
„Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls.
Panama-skjölin Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira