Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 15:07 Ýmsir á Facebook meta það svo að Ólafur Ragnar hafi rassskellt Sigmund Davíð, og tekið hann í kennslustund þegar hann neitaði honum um heimild til þingrofs. Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“ Panama-skjölin Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“
Panama-skjölin Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira