Framsóknarmenn á Akureyri snúa baki við Sigmundi Bjarki Ármannsson skrifar 4. apríl 2016 21:05 Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Vísir/Auðunn Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann flokksins, að segja af sér. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þar í bæ segja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar brostna. Í áskorun sem báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, varabæjarfulltrúar og fleiri skrifa undir segir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli Sigmundar og landsmanna allra. Því skori hópurinn á Sigmund að segja sig frá störfum forsætisráðherra án frekari tafa. Mikill styr stendur nú um ríkisstjórn Sigmundar í kjölfar umfjöllunar um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar auk þess sem þúsundir manns kröfðust afsagnar stjórnarinnar á Austurvelli í kvöld. Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag Norðausturkjördæmis, kjördæmis Sigmundar. Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið sömuleiðis að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Jóhannes, sem sat í átta ár í bæjarstjórn Akureyrar, segir „heiftarlegan dómgreindarbrest“ forsætisráðherra í Wintris-málinu gera hann óhæfan til áframhaldandi setu. Hann segir stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn lokið ef Sigmundur segir ekki af sér. „Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu,“ skrifar Jóhannes. „Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið.“Innlegg Jóhannesar má sjá hér fyrir neðan.Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og...Posted by Jóhannes Gunnar Bjarnason on 4. apríl 2016Í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og bæjarfulltrúa flokksins í bænum segir jafnframt að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar sé brostinn og hún geti ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag verið tregir til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Sigmund. Ríkisstjórnarfundur, sem fara átti fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53 Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann flokksins, að segja af sér. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þar í bæ segja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar brostna. Í áskorun sem báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, varabæjarfulltrúar og fleiri skrifa undir segir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli Sigmundar og landsmanna allra. Því skori hópurinn á Sigmund að segja sig frá störfum forsætisráðherra án frekari tafa. Mikill styr stendur nú um ríkisstjórn Sigmundar í kjölfar umfjöllunar um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar auk þess sem þúsundir manns kröfðust afsagnar stjórnarinnar á Austurvelli í kvöld. Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag Norðausturkjördæmis, kjördæmis Sigmundar. Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið sömuleiðis að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Jóhannes, sem sat í átta ár í bæjarstjórn Akureyrar, segir „heiftarlegan dómgreindarbrest“ forsætisráðherra í Wintris-málinu gera hann óhæfan til áframhaldandi setu. Hann segir stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn lokið ef Sigmundur segir ekki af sér. „Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu,“ skrifar Jóhannes. „Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið.“Innlegg Jóhannesar má sjá hér fyrir neðan.Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og...Posted by Jóhannes Gunnar Bjarnason on 4. apríl 2016Í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og bæjarfulltrúa flokksins í bænum segir jafnframt að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar sé brostinn og hún geti ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag verið tregir til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Sigmund. Ríkisstjórnarfundur, sem fara átti fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53 Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53
Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01