Stelpurnar í Aftureldingu meistarar eftir æsispennandi lokaumferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2016 06:00 Stelpurnar í Aftureldingu eru sigursælar þessa dagana. Vísir/Stefán Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við. Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við.
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira