Pepsi-spáin 2016: Þróttur hafnar í 12. sæti Íþróttadeild 365 skrifar 18. apríl 2016 09:00 Þróttarar eru komnir aftur í efstu deild. vísir/ernir Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Þrótti tólfta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en Þróttur er nýliði í deildinni. Þróttarar eru að spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2009 en þeir höfnuðu í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð. Besti árangur Þróttar í efstu deild er 5. sæti en því náði liðið árið 1954. Gregg Ryder er þjálfari Þróttar. Þessi 28 ára gamli Englendingur hefur gert frábæra hluti með liðið síðan hann tók við því 25 ára gamall fyrir þremur árum síðan. Ryder þjálfaði áður hjá ÍBV þegar Hermann Hreiðarsson var við stjórnvölinn.graf/ingólfurFYRSTU FIMM: Þróttarar eiga erfiða byrjun fyrir höndum en nýliðarnir mæta efstu fimm liðum síðasta tímabils nánast í röð frá Íslandsmeisturum FH til Vals sem hafnaði í fimmta sæti.01. maí: Þróttur – FH, Þróttarvöllur08. maí: Þróttur – KR, Þróttarvöllur12. maí: Stjarnan – Þróttur, Samsung-völlurinn17. maí: Þróttur – Breiðablik, Þróttarvöllur22. maí: Valur – Þróttur, ValsvöllurEmil Atlason, Dion Acoff og Sebastian Svard.vísir/ernir/þrótturÞRÍR SEM ÞRÓTTUR TREYSTIR ÁEmil Atlason: Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára kemur Emil með mikla reynslu úr Pepsi-deildinni inn í liðið en hann hefur spilað með KR og Val í efstu deild frá 2012. Emil á að vera maðurinn sem leysir Viktor Jónson af hólmi eftir að hann fór aftur í Víking þegar kemur að markaskorun. Emil er ekki með frábæra tölfræði þegar kemur að markaskorun í efstu deild en hefur vissulega spilað mikið á kantinum. Sem framherji raðaði hann inn mörkum fyrir U21 árs landsliðið.Dion Jeremy Acoff: Þessi 24 ára Bandaríkjamaður var magnaður í 1. deildinni í fyrra. Hann er ótrúlega fljótur, tekknískur og hraður og var eitraður á hægri vængnum. Hann verður að ná að taka skrefið upp í úrvalsdeildina og leggja sitt að mörkum við að búa til færi og skapa mörk fyrir Þróttaraliðið. Mikil ábyrgð er á hans herðum.Sebastian Svard: Daninn 32 ára gamli hefur vissulega nýtt nafn í Pepsi-deildinni en hann er reyndur miðvörður sem var á mála hjá Arsenal í sjö ár frá 1999-2006. Hann hefur einnig leikið fyrir Mönchengladbach í þýsku 1. deildinni. Hann verður að standa undir væntingum og binda saman vörn Þróttaraliðsins.Thiago Pinto Borges kom frá Danmörku.vísir/stefánMARKAÐURINN Komnir: Arnar Darri Pétursson frá Stjörnunni Aron Þórður Albertsson frá HK Brynjar Jónasson frá Fjarðabyggð Emil Atlason frá KR Finnur Ólafsson frá Víkingi R. Kristian Larsen frá Danmörku Sebastian Svard frá Danmörku Thiago Pinto Borges FC Vestsjælland í Danmörku Viktor Unnar Illugason frá HK Farnir: Alexander Veigar Þórarinsson í Grindavík Elías Fannar Stefnisson í Þrótt Vogum Jón Arnar Barðdal, var á láni Viktor Jónsson, var á láni Þróttarar hafa gert hvað þeir geta til að hafa hópinn nægilega sterkan fyrir Pepsi-deildina en það getur verið erfitt fyrir nýliða að gera sig breiða á grimmum félagaskiptamarkaðnum. Þróttur fær reynslu úr Pepsi-deildinni með þeim Emil Atlasyni og Finni Ólafssyni sem kom frá Víkingi en Finnur getur gert mikið fyrir Laugardalsliðið verði hann í standi. Hann hefur glímt við svolítið af meiðslum undanfarið. Hver á skora mörkin er spurningin en til að fylla í skarð Viktors Jónssonar eru komnir Emil Atlason og Brynjar Jónasson. Brynjar, sem raðaði inn mörkum í 2. deildinni fyrir tveimur árum, skoraði ekki jafn mikið í 1. deildinni í fyrra. Nú kemur í ljós hvað hann getur gert í Pepsi-deildinni þar sem hann er algjört spurningamerki. Útlendingarnir þrír eru allir með flotta ferilskrá og þá sérstaklega Svard sem einfaldlega verður að vera það sem Þróttarar halda að hann sé. Brasilíumaðurinn Borges er týpísk tía sem getur búið til eitthvað úr engu en hann er óskrifað blað hér á landi. Arnar Darri Pétursson kom svo frá Stjörnunni til að veita Trausta Sigurbjörnssyni samkeppni sem er bara af hinu góða en Trausti er lykilmaður hjá Þrótti og verður alltaf í markinu. Reynsla af Pepsi-deildinni er ekki mikil í Þróttarliðinu og breiddin alls ekki nægilega mikil til að ráða við langt og strangt mót.vísir/stefánHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Það sem flestir horfa á sem martraðarbyrjun á deildinni gæti verið það besta sem gat komið fyrir Þrótt. Ef þú vilt einhvern tíma mæta bestu liðum deildarinnar þá er það í byrjun mótsins þegar liðin eru enn ryðguð og að púsla sig saman. Liðið fer algjörlega pressulaust inn í þetta mót. Það gerir enginn ráð fyrir einu né neinu. Félagaskiptaglugginn lokar ekki fyrr en 15. maí þannig Þróttur á að eftir að fá fleiri leikmenn og liðið þarf á því að halda. Til að Þróttur haldi sér uppi verður liðið að treysta á einhverja gleði og stemningu því mannskapurinn er ekki nógu góður til að halda liðinu uppi eins og staðan er í dag.Gregg Ryder er þjálfari Þróttar.vísir/stefánÞað sem við vitum um Þrótt er... að liðið elskar gervigras og það gæti verið lykill að góðri byrjun. Þróttur hefur ekki tapað leik á Íslandsmóti á gervigrasi í um tvö ár og var meðal annars eina liðið sem vann Stjörnuna hér heima í bikarleik Íslandsmeistaraárið 2014. Þróttur mætir vissulega bestu liðunum í fyrstu fimm umferðunum en allir leikirnir fara fram á gervigrasi.Spurningamerkin eru... einfaldlega hvort leikmannahópurinn sé nógu sterkur. Þjálfarinn er kokhraustur og hefur lofað því að liðið falli ekki en reynslan í liðinu af Pepsi-deildinni er ekki mikil. Hver á að skora mörkin og er breiddin nægilega mikil til að ráða við 22 leiki plús bikar?Trausti Sigurbjörnsson var góður í 1. deildinni í fyrra í marki Þróttar.vísir/ernirÍ BESTA FALLI: Verða allir útlendingarnir frábærir og Trausti Sigurbjörnsson magnaður í markinu. Hann var frábær í 1. deildinni í fyrra og lítur vel út núna. Hann verður að geta tekið skrefið upp á við. Emil Atlason skorar eins og hann gerði með U21 árs landsliðinu og Dion verður ein af nýju stjörnum deildarinnar. Gangi þetta upp heldur Þróttur sæti sínu.Í VERSTA FALLI: Bítur gervigrasbyrjunin Þróttarar í rasssinn því það hentar bestu liðunum betur að mæta nýliðum ekki á vondum velli í hraðmótinu. Útlendingarnir ná sér ekki á strik og Emil og Brynjar fylla ekki í skarð Viktors. Fari svo spilar Þróttura aftur í 1. deildinni 2017. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Íþróttadeild 365 telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 1. maí en þar á FH titil að verja eftir að verða meistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild 365 spáir Þrótti tólfta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en Þróttur er nýliði í deildinni. Þróttarar eru að spila í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2009 en þeir höfnuðu í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð. Besti árangur Þróttar í efstu deild er 5. sæti en því náði liðið árið 1954. Gregg Ryder er þjálfari Þróttar. Þessi 28 ára gamli Englendingur hefur gert frábæra hluti með liðið síðan hann tók við því 25 ára gamall fyrir þremur árum síðan. Ryder þjálfaði áður hjá ÍBV þegar Hermann Hreiðarsson var við stjórnvölinn.graf/ingólfurFYRSTU FIMM: Þróttarar eiga erfiða byrjun fyrir höndum en nýliðarnir mæta efstu fimm liðum síðasta tímabils nánast í röð frá Íslandsmeisturum FH til Vals sem hafnaði í fimmta sæti.01. maí: Þróttur – FH, Þróttarvöllur08. maí: Þróttur – KR, Þróttarvöllur12. maí: Stjarnan – Þróttur, Samsung-völlurinn17. maí: Þróttur – Breiðablik, Þróttarvöllur22. maí: Valur – Þróttur, ValsvöllurEmil Atlason, Dion Acoff og Sebastian Svard.vísir/ernir/þrótturÞRÍR SEM ÞRÓTTUR TREYSTIR ÁEmil Atlason: Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára kemur Emil með mikla reynslu úr Pepsi-deildinni inn í liðið en hann hefur spilað með KR og Val í efstu deild frá 2012. Emil á að vera maðurinn sem leysir Viktor Jónson af hólmi eftir að hann fór aftur í Víking þegar kemur að markaskorun. Emil er ekki með frábæra tölfræði þegar kemur að markaskorun í efstu deild en hefur vissulega spilað mikið á kantinum. Sem framherji raðaði hann inn mörkum fyrir U21 árs landsliðið.Dion Jeremy Acoff: Þessi 24 ára Bandaríkjamaður var magnaður í 1. deildinni í fyrra. Hann er ótrúlega fljótur, tekknískur og hraður og var eitraður á hægri vængnum. Hann verður að ná að taka skrefið upp í úrvalsdeildina og leggja sitt að mörkum við að búa til færi og skapa mörk fyrir Þróttaraliðið. Mikil ábyrgð er á hans herðum.Sebastian Svard: Daninn 32 ára gamli hefur vissulega nýtt nafn í Pepsi-deildinni en hann er reyndur miðvörður sem var á mála hjá Arsenal í sjö ár frá 1999-2006. Hann hefur einnig leikið fyrir Mönchengladbach í þýsku 1. deildinni. Hann verður að standa undir væntingum og binda saman vörn Þróttaraliðsins.Thiago Pinto Borges kom frá Danmörku.vísir/stefánMARKAÐURINN Komnir: Arnar Darri Pétursson frá Stjörnunni Aron Þórður Albertsson frá HK Brynjar Jónasson frá Fjarðabyggð Emil Atlason frá KR Finnur Ólafsson frá Víkingi R. Kristian Larsen frá Danmörku Sebastian Svard frá Danmörku Thiago Pinto Borges FC Vestsjælland í Danmörku Viktor Unnar Illugason frá HK Farnir: Alexander Veigar Þórarinsson í Grindavík Elías Fannar Stefnisson í Þrótt Vogum Jón Arnar Barðdal, var á láni Viktor Jónsson, var á láni Þróttarar hafa gert hvað þeir geta til að hafa hópinn nægilega sterkan fyrir Pepsi-deildina en það getur verið erfitt fyrir nýliða að gera sig breiða á grimmum félagaskiptamarkaðnum. Þróttur fær reynslu úr Pepsi-deildinni með þeim Emil Atlasyni og Finni Ólafssyni sem kom frá Víkingi en Finnur getur gert mikið fyrir Laugardalsliðið verði hann í standi. Hann hefur glímt við svolítið af meiðslum undanfarið. Hver á skora mörkin er spurningin en til að fylla í skarð Viktors Jónssonar eru komnir Emil Atlason og Brynjar Jónasson. Brynjar, sem raðaði inn mörkum í 2. deildinni fyrir tveimur árum, skoraði ekki jafn mikið í 1. deildinni í fyrra. Nú kemur í ljós hvað hann getur gert í Pepsi-deildinni þar sem hann er algjört spurningamerki. Útlendingarnir þrír eru allir með flotta ferilskrá og þá sérstaklega Svard sem einfaldlega verður að vera það sem Þróttarar halda að hann sé. Brasilíumaðurinn Borges er týpísk tía sem getur búið til eitthvað úr engu en hann er óskrifað blað hér á landi. Arnar Darri Pétursson kom svo frá Stjörnunni til að veita Trausta Sigurbjörnssyni samkeppni sem er bara af hinu góða en Trausti er lykilmaður hjá Þrótti og verður alltaf í markinu. Reynsla af Pepsi-deildinni er ekki mikil í Þróttarliðinu og breiddin alls ekki nægilega mikil til að ráða við langt og strangt mót.vísir/stefánHVAÐ SEGIR HJÖRVAR HAFLIÐASON? Það sem flestir horfa á sem martraðarbyrjun á deildinni gæti verið það besta sem gat komið fyrir Þrótt. Ef þú vilt einhvern tíma mæta bestu liðum deildarinnar þá er það í byrjun mótsins þegar liðin eru enn ryðguð og að púsla sig saman. Liðið fer algjörlega pressulaust inn í þetta mót. Það gerir enginn ráð fyrir einu né neinu. Félagaskiptaglugginn lokar ekki fyrr en 15. maí þannig Þróttur á að eftir að fá fleiri leikmenn og liðið þarf á því að halda. Til að Þróttur haldi sér uppi verður liðið að treysta á einhverja gleði og stemningu því mannskapurinn er ekki nógu góður til að halda liðinu uppi eins og staðan er í dag.Gregg Ryder er þjálfari Þróttar.vísir/stefánÞað sem við vitum um Þrótt er... að liðið elskar gervigras og það gæti verið lykill að góðri byrjun. Þróttur hefur ekki tapað leik á Íslandsmóti á gervigrasi í um tvö ár og var meðal annars eina liðið sem vann Stjörnuna hér heima í bikarleik Íslandsmeistaraárið 2014. Þróttur mætir vissulega bestu liðunum í fyrstu fimm umferðunum en allir leikirnir fara fram á gervigrasi.Spurningamerkin eru... einfaldlega hvort leikmannahópurinn sé nógu sterkur. Þjálfarinn er kokhraustur og hefur lofað því að liðið falli ekki en reynslan í liðinu af Pepsi-deildinni er ekki mikil. Hver á að skora mörkin og er breiddin nægilega mikil til að ráða við 22 leiki plús bikar?Trausti Sigurbjörnsson var góður í 1. deildinni í fyrra í marki Þróttar.vísir/ernirÍ BESTA FALLI: Verða allir útlendingarnir frábærir og Trausti Sigurbjörnsson magnaður í markinu. Hann var frábær í 1. deildinni í fyrra og lítur vel út núna. Hann verður að geta tekið skrefið upp á við. Emil Atlason skorar eins og hann gerði með U21 árs landsliðinu og Dion verður ein af nýju stjörnum deildarinnar. Gangi þetta upp heldur Þróttur sæti sínu.Í VERSTA FALLI: Bítur gervigrasbyrjunin Þróttarar í rasssinn því það hentar bestu liðunum betur að mæta nýliðum ekki á vondum velli í hraðmótinu. Útlendingarnir ná sér ekki á strik og Emil og Brynjar fylla ekki í skarð Viktors. Fari svo spilar Þróttura aftur í 1. deildinni 2017.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira