Sturla Jónsson vill að yfirvöld taki strax við þrjú þúsund undirskriftum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2016 07:00 Sturla Jónsson vill koma meðmælalistum í öruggar hendur kjörstjórn er ekki reiðubúin til þess strax og innanríkisráðuneytið bíður á meðan. vísir/anton brink „Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Forsetakosningar 2016 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Maður á að eiga rétt á að koma þessu frá sér og fengið staðfest að maður sé búinn að þessu,“ segir Sturla Jónsson vörubílstjóri sem safnað hefur tilskildum fjölda meðmælenda vegna forsetaframboðs en fær engan til að taka við listanum. Sturla lauk við að safna undirskriftum í mars. Hann segir innanríkisráðuneytið hafa vísað honum með meðmælendalistann til kjörstjórnar sem eigi að yfirfara nöfnin. Hann hafi nú í vikunni rætt við formann kjörstjórnar í sínu kjördæmi, Reykjavík norður, sem ekki hafi viljað veita listanum viðtöku að svo stöddu en sagt það hugsanlega geta orðið eftir um tíu daga. Það yrði þá auglýst sérstaklega. Fréttablaðið náði ekki tal af Erlu S. Árnadóttur, formanni yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í gær. „Það er getið um tímamörk hvenær maður má í seinasta lagi skila þessu en það er ekki getið um tímamörk varðandi hversu snemma má skila,“ segir Sturla sem kveður þetta slæmt því samkvæmt stjórnarskrá séu menn ekki í framboði fyrr en gögnunum hefur verið skilað inn. „Það er ekki það að ég sé með einhverja paranoju en við vitum að það gerist ýmislegt. Hlutir geta týnst eða skemmst. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér, vatnstjón gerir ekki boð á undan sér og það gera innbrot ekki heldur,“ nefnir Sturla sem dæmi um hvað gæti komið fyrir meðmælendalistann. Sturla segist hafa safnað undirskriftunum með því að fara einn í kringum landið og varið til þess 21 degi. „Ég var einfaldlega auðmjúkur og snortinn því það skrifuðu að jafnaði 140 manns á dag undir hjá mér. Ég átti aldrei von á þessu,“ segir frambjóðandinn sem safnaði alls 3.000 undirskriftum. Að lágmarki er krafist 1.500 undirskrifta en Sturla vildi hafa vaðið fyrir neðan sig og safnaði hámarksfjölda ef einhverju kynni að vera áfátt við einhver nöfn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira