400 hestafla VW Golf R í júní Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2016 10:18 Volkswagen Golf R 400 er skruggukerra. Volkswagen kynnti Golf R 400 concept tilraunabíl fyrir tveimur árum síðan en hefur gefið það í skyn að slíkur framleiðslubíll verði kynntur innan tíðar. Tilefnið er ef til vill 40 ára afmæli Golf GTI bílsins og haft hefur verið eftir að þessi bíll verði kynntur í maí eða júní og líklegast er talið að það verði gert á Goodwood Festival of Speed í Wörthersee í Austurríki. Golf R 400 var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Peking árið 2104 með 2,0 lítra og fjögurra strokka vél með forþjöppu. Sá bíll var fjórhjóladrfinn eins og hefðbundinn 300 hestafla Golf R bíllinn, en þessi Golf R 400 var litlar 3,9 sekúndur í hundraðið og er því eiginlega kominn í flokk ofurbíla og skilur flesta sportbíla eftir í rykinu. Hámarkshraði bílsins var 280 km/klst og skiptingin 6 gíra DSG-sjálfskipting. Ekki er alveg ljóst hvort þessi vél verði í framleiðslubílnum og ekki loku fyrir það skotið að henni verði skipt út fyrir 2,5 lítra og 5 strokka vélinni sem finna má í Audi RS3 og í honum skilar hún 420 hestöflum. Auðvitað má vélin ekki skila fleiri hestöflum í Golf R 400 en í Audi bílnum, enda Audi RS3 dýrari bíll og Audi merkið skörinni hærra í virðingarstiga Volkswagen bílafjölskyldunnar. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent
Volkswagen kynnti Golf R 400 concept tilraunabíl fyrir tveimur árum síðan en hefur gefið það í skyn að slíkur framleiðslubíll verði kynntur innan tíðar. Tilefnið er ef til vill 40 ára afmæli Golf GTI bílsins og haft hefur verið eftir að þessi bíll verði kynntur í maí eða júní og líklegast er talið að það verði gert á Goodwood Festival of Speed í Wörthersee í Austurríki. Golf R 400 var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Peking árið 2104 með 2,0 lítra og fjögurra strokka vél með forþjöppu. Sá bíll var fjórhjóladrfinn eins og hefðbundinn 300 hestafla Golf R bíllinn, en þessi Golf R 400 var litlar 3,9 sekúndur í hundraðið og er því eiginlega kominn í flokk ofurbíla og skilur flesta sportbíla eftir í rykinu. Hámarkshraði bílsins var 280 km/klst og skiptingin 6 gíra DSG-sjálfskipting. Ekki er alveg ljóst hvort þessi vél verði í framleiðslubílnum og ekki loku fyrir það skotið að henni verði skipt út fyrir 2,5 lítra og 5 strokka vélinni sem finna má í Audi RS3 og í honum skilar hún 420 hestöflum. Auðvitað má vélin ekki skila fleiri hestöflum í Golf R 400 en í Audi bílnum, enda Audi RS3 dýrari bíll og Audi merkið skörinni hærra í virðingarstiga Volkswagen bílafjölskyldunnar.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent