Suzuki Swift yfir 5 milljóna markið Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 13:39 Suzuki Swift hefur frá byrjun þótt afar skemmtilegur akstursbíll. Samanlögð sala Suzuki Swift, sem kom fyrst á markað í nóvember 2004, fór yfir fimm milljónir eintaka í byrjun apríl 2016. Það þykja jafnan nokkur tímamót þegar bílgerðir hafa selst í yfir fimm milljónum eintaka en það gerði Swift ellefu árum og fimm mánuðum eftir markaðssetningu. Með Swift urðu talsverð tímamót í bílaframleiðslu Suzuki. Swift, sem er í flokki minni fólksbíla, hlaut strax mikið lof fyrir sportlega og stílhreina hönnun og skemmtilega aksturseiginleika. Á grunni þessa hefur hann verið valinn bíll ársins í Japan og fjölmörgum öðrum löndum. Hér á Íslandi var Swift kjörinn bíll ársins af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna árið 2006. Swift er sannkallaður heimsbíll. Hann hefur verið framleiddur víða um heim, t.d. í Japan, Ungverjalandi, Indlandi, Kína, Pakistan og Tælandi. Hann hefur notið mikilla vinsælda á vaxandi mörkuðum eins og Indlandi en einnig á rótgrónum bílamörkuðum, eins og í Japan og Evrópu. Nú er Swift framleiddur í sjö löndum og boðinn til sölu í 140 löndum víðs vegar um heim. Suzuki Swift má einnig fá í sportlegri útgáfu og heitir hann þá Swift Sport. Þar fer einn skemmtilegast litli sportbíll sem hægt er að kaupa og kostar aðeins 3.390.000 kr. Suzuki bílar hafa verið þekktir fyrir mikil smíðagæði og áreiðanleika og koma ávallt vel út úr áreiðanleikakönnunum. Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent
Samanlögð sala Suzuki Swift, sem kom fyrst á markað í nóvember 2004, fór yfir fimm milljónir eintaka í byrjun apríl 2016. Það þykja jafnan nokkur tímamót þegar bílgerðir hafa selst í yfir fimm milljónum eintaka en það gerði Swift ellefu árum og fimm mánuðum eftir markaðssetningu. Með Swift urðu talsverð tímamót í bílaframleiðslu Suzuki. Swift, sem er í flokki minni fólksbíla, hlaut strax mikið lof fyrir sportlega og stílhreina hönnun og skemmtilega aksturseiginleika. Á grunni þessa hefur hann verið valinn bíll ársins í Japan og fjölmörgum öðrum löndum. Hér á Íslandi var Swift kjörinn bíll ársins af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna árið 2006. Swift er sannkallaður heimsbíll. Hann hefur verið framleiddur víða um heim, t.d. í Japan, Ungverjalandi, Indlandi, Kína, Pakistan og Tælandi. Hann hefur notið mikilla vinsælda á vaxandi mörkuðum eins og Indlandi en einnig á rótgrónum bílamörkuðum, eins og í Japan og Evrópu. Nú er Swift framleiddur í sjö löndum og boðinn til sölu í 140 löndum víðs vegar um heim. Suzuki Swift má einnig fá í sportlegri útgáfu og heitir hann þá Swift Sport. Þar fer einn skemmtilegast litli sportbíll sem hægt er að kaupa og kostar aðeins 3.390.000 kr. Suzuki bílar hafa verið þekktir fyrir mikil smíðagæði og áreiðanleika og koma ávallt vel út úr áreiðanleikakönnunum.
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent