10 gíra sjálfskipting í Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 11:06 Ford F-150 pallbíllinn. Ford ætlar að fjárfesta fyrir 174 milljarða króna, skapa 500 ný störf og uppfæra verksmiðju sína í Detroit þar sem smíðuð verður ný 10 gíra sjálfskipting fyrir vinsælasta bíla fyrirtækisins og reyndar í Bandaríkjunum öllum, Ford F-150 pallbílinn. Í fyrra seldust 740.000 eintök af þeim bíl, eingöngu í Bandaríkjunum, auk útflutnings á bílnum vinsæla. Ford ætlar einnig að fjárfesta fyrir 25 milljarða til að uppfæra verksmiðju sína í Ohio sem framleiðir stærri gerðir Super Duty Ford F-línunnar. Þar verða einnig til 150 aukastörf. Þessar fjárfestingar Ford koma í kjölfarið á tilkynningu Ford um uppbyggingu verksmiðju í Mexíkó þar sem smíða á smærri bílgerðir Ford og þar verður fjárfest fyrir 187 milljarða króna, svo það er mikið undir hjá Ford þessa dagana. Framleiðsla 10 gíra sjálfskiptingarinnar, sem gerð var í samstarfi við General Motors, mun hefjast í júní. General Motors mun eyða 43 milljörðum króna til að breyta verksmiðju sinni í Michigan og smíða þar sína 10 gíra sjálfskiptingu. Chevrolet Camaro ZL1 verður fyrsti bíll GM sem fær þessa nýju skiptingu, en hún mun verða í 8 bílgerðum GM árið 2018. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent
Ford ætlar að fjárfesta fyrir 174 milljarða króna, skapa 500 ný störf og uppfæra verksmiðju sína í Detroit þar sem smíðuð verður ný 10 gíra sjálfskipting fyrir vinsælasta bíla fyrirtækisins og reyndar í Bandaríkjunum öllum, Ford F-150 pallbílinn. Í fyrra seldust 740.000 eintök af þeim bíl, eingöngu í Bandaríkjunum, auk útflutnings á bílnum vinsæla. Ford ætlar einnig að fjárfesta fyrir 25 milljarða til að uppfæra verksmiðju sína í Ohio sem framleiðir stærri gerðir Super Duty Ford F-línunnar. Þar verða einnig til 150 aukastörf. Þessar fjárfestingar Ford koma í kjölfarið á tilkynningu Ford um uppbyggingu verksmiðju í Mexíkó þar sem smíða á smærri bílgerðir Ford og þar verður fjárfest fyrir 187 milljarða króna, svo það er mikið undir hjá Ford þessa dagana. Framleiðsla 10 gíra sjálfskiptingarinnar, sem gerð var í samstarfi við General Motors, mun hefjast í júní. General Motors mun eyða 43 milljörðum króna til að breyta verksmiðju sinni í Michigan og smíða þar sína 10 gíra sjálfskiptingu. Chevrolet Camaro ZL1 verður fyrsti bíll GM sem fær þessa nýju skiptingu, en hún mun verða í 8 bílgerðum GM árið 2018.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent