Honda Avancier jeppi Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 14:07 Honda selur CR-V jeppling sinn gríðarvel um allan heim en hefur ekki boðið heimsbyggðinni uppá jeppa undanfarið. Því ætlar Honda að breyta með nýjum Avancier jeppa sem fyrirtækið er nú að kynna á bílasýningunni í Peking. Þessi bíll er smíðaður uppúr hugmyndabílnum Honda Concept D SUV sem Honda kynnti á síðasta ári, en bíllinn hefur þó breyst nokkuð og línur hans ekki eins afgerandi. Hann er þó áfram með sterklegt og einkennandi ferkantað húdd og afturhallandi afturenda. Þessi nýi jeppi er talsvert stærri bíll en CR-V og HR-V jepplingarnir. Avancier verður með 2,0 lítra VTEC bensínvél með forþjöppu, en Honda hefur ekki gefið upp hve öflug hún er en getum hefur verið að því leitt að þetta sé sama 305 hestafla vélin sem í boði er í nýjum Honda Civic Type-R. Þá er líklegt talið að hann verði einnig í boði með Plug-In-Hybrid tækni. Honda Avancier jeppinn mun fara á markað í enda þessa árs og bætast við sístækkandi flóru jeppa sem flestir bílasmiðir keppast nú við að framleiða vegna síaukinnar eftirspurnar. Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent
Honda selur CR-V jeppling sinn gríðarvel um allan heim en hefur ekki boðið heimsbyggðinni uppá jeppa undanfarið. Því ætlar Honda að breyta með nýjum Avancier jeppa sem fyrirtækið er nú að kynna á bílasýningunni í Peking. Þessi bíll er smíðaður uppúr hugmyndabílnum Honda Concept D SUV sem Honda kynnti á síðasta ári, en bíllinn hefur þó breyst nokkuð og línur hans ekki eins afgerandi. Hann er þó áfram með sterklegt og einkennandi ferkantað húdd og afturhallandi afturenda. Þessi nýi jeppi er talsvert stærri bíll en CR-V og HR-V jepplingarnir. Avancier verður með 2,0 lítra VTEC bensínvél með forþjöppu, en Honda hefur ekki gefið upp hve öflug hún er en getum hefur verið að því leitt að þetta sé sama 305 hestafla vélin sem í boði er í nýjum Honda Civic Type-R. Þá er líklegt talið að hann verði einnig í boði með Plug-In-Hybrid tækni. Honda Avancier jeppinn mun fara á markað í enda þessa árs og bætast við sístækkandi flóru jeppa sem flestir bílasmiðir keppast nú við að framleiða vegna síaukinnar eftirspurnar.
Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent