Í millitíðinni eru erlendir miðlar að fjalla um þættina og þó þeir vandi sig ef til vill við að spoila ekki þá gera slysin ekki boð á undan sér.

Í fyrra komu framtaksamir forritar okkur til bjargar. Hvað varðar internetið allavega. Varðandi málglaða vinnufélaga er lítið hægt að gera. Enn sem komið er. Vert er að rifja upp þetta bragð í tilefni af því að fyrsti þáttur nýrrar seríu var sýndur í nótt.
Game of Spoils er viðbót við Chrome, vafra Google, og eftir að hann hefur verið sóttur birtast myndir eins og sjá má hér til hliðar yfir færslur um Game of Thrones.
Á myndinni stendur af hverju færslan hefur verið sigtuð út og er notendum gert kleift að ýta á myndina til að hleypa færslunni í gegn. Sé óvart klikkað á myndina fá notendur samt þrjár sekúndur til að kasta tölvunni út um gluggann, eða bregðast við á annan hátt, áður en færslan birtist.