„Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2016 15:14 Umfjöllun Hannesar um Davíð spannar fjórar síður og er prýdd 7 myndum. vísir „Hvar í heiminum annars staðar fær maður svona blað, þar sem 4 síður með 7 ljósmyndum birtast um æskuafrek ritstjórans?“ spurði fréttamaðurinn Óðinn Jónsson sig eftir að hafa flett Morgunblaðinu í morgun. Í blaðinu, sem dreift var í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, er fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Yfirskriftin: „Tímamótin 1991“ en það ár tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum. Margir hafa furðað sig á þessum skrifum í dag enda sjaldan sem slíkar „lofgjarðir“ um ritstjórnarmeðlimi rata með þessum hætti á síður blaðanna. „Þegar ég settist niður í morgun, drakk kaffið og borðaði brauðbollu með osti, breiddi ég úr Morgunblaðinu, sem Árvakur hafði sent mér „ókeypis". En svo kom gjaldið: 4 blaðsíður um afrek frá stjórnmálaferli ritstjórans, Davíðs Oddssonar, með 7 ljósmyndum af honum með öðrum valdsmönnum,“ segir Óðinn Jónsson sem furðar sig á sumum þeirra afreka sem Hannes eignar Davíð í greininni.„Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir Óðinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason klóraði sér að sama skapi í hausnum yfir umfjöllun Hannesar sem hann segir vera til marks um það hvernig Morgunblaðið er að verða „stöðugt skrítnari fjölmiðill.“Þessi klausa úr grein Hannesar kætti Egil Helgason sérstaklega.„Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir. Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum,“ spökulerar Egill á bloggsíðu sinni. „Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu,“ segir hann ennfremur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans, rak að sama skapi í rogastans þegar hún fékk Morgunblaðið inn um lúguna í morgun. Hún hafði þó ekki verið lengi að komast til botns í málinu. „Ástæðan reynist að helsti aðdàandi ritstjórans þurfti að koma doltlu frà sér. À tveimur opnum. Bara á Íslandi!“ skrifar Anna á Facebook. Heiða B. Heiðars hjá Stundinni er ekki jafnt skemmt. Hún segir útspil Moggans vera „sýnikennsla“ um hvernig hægt sé að „misnota fjölmiðil“ og Illugi Jökulsson er álíka myrkur í máli. „Ég segi fyrir mig að ef ég ynni á Morgunblaðinu, þá myndi mér blöskra svo mjög þetta uppátæki Davíðs ritstjóra að láta skrifa um sig fjögurra síðna helgramannasögu og birta í blaðinu, að ég gæti ekki unnið þar lengur.“ Illugi bætir um betur og segir að grunnskólakrakki sem hefði skrifað þennan texta hefði einfaldlega fengið núll í einkunn. „En höfundurinn er prófessor í stjórnmálafræði við sjálfan Háskóla Íslands.“ Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
„Hvar í heiminum annars staðar fær maður svona blað, þar sem 4 síður með 7 ljósmyndum birtast um æskuafrek ritstjórans?“ spurði fréttamaðurinn Óðinn Jónsson sig eftir að hafa flett Morgunblaðinu í morgun. Í blaðinu, sem dreift var í öll hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, er fjögurra blaðsíðna grein eftir stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson þar sem hann rekur stjórnartíð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Yfirskriftin: „Tímamótin 1991“ en það ár tók Viðeyjarstjórnin svokallaða við stjórnartaumunum. Margir hafa furðað sig á þessum skrifum í dag enda sjaldan sem slíkar „lofgjarðir“ um ritstjórnarmeðlimi rata með þessum hætti á síður blaðanna. „Þegar ég settist niður í morgun, drakk kaffið og borðaði brauðbollu með osti, breiddi ég úr Morgunblaðinu, sem Árvakur hafði sent mér „ókeypis". En svo kom gjaldið: 4 blaðsíður um afrek frá stjórnmálaferli ritstjórans, Davíðs Oddssonar, með 7 ljósmyndum af honum með öðrum valdsmönnum,“ segir Óðinn Jónsson sem furðar sig á sumum þeirra afreka sem Hannes eignar Davíð í greininni.„Meira að segja er látið að því liggja að Davíð hafi breytt hinu og þessu, sem þó búið var að breyta, eins og mjólk í almennum verslunum í Reykjavík 1977, sjónvarp í júlí 1983, sjónvarp á fimmtudögum 1987, bjórinn 1989,“ segir Óðinn. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason klóraði sér að sama skapi í hausnum yfir umfjöllun Hannesar sem hann segir vera til marks um það hvernig Morgunblaðið er að verða „stöðugt skrítnari fjölmiðill.“Þessi klausa úr grein Hannesar kætti Egil Helgason sérstaklega.„Hún er á fjórum blaðsíðum og skrifuð af helsta skósveini ristjórans. Það er hvergi sparað til, með fylgja stórar og glæsilegar litmyndir. Hugsanlegt er að slík sjálfsupphafning ritstjóra sé einsdæmi í vestrænum fjölmiðlum,“ spökulerar Egill á bloggsíðu sinni. „Það voru uppi bollaleggingar um að Davíð Oddsson hefði í hyggju að bjóða sig fram til forseta. Þessi greinaskrif hefðu líklega talist gott innlegg í þá baráttu,“ segir hann ennfremur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans, rak að sama skapi í rogastans þegar hún fékk Morgunblaðið inn um lúguna í morgun. Hún hafði þó ekki verið lengi að komast til botns í málinu. „Ástæðan reynist að helsti aðdàandi ritstjórans þurfti að koma doltlu frà sér. À tveimur opnum. Bara á Íslandi!“ skrifar Anna á Facebook. Heiða B. Heiðars hjá Stundinni er ekki jafnt skemmt. Hún segir útspil Moggans vera „sýnikennsla“ um hvernig hægt sé að „misnota fjölmiðil“ og Illugi Jökulsson er álíka myrkur í máli. „Ég segi fyrir mig að ef ég ynni á Morgunblaðinu, þá myndi mér blöskra svo mjög þetta uppátæki Davíðs ritstjóra að láta skrifa um sig fjögurra síðna helgramannasögu og birta í blaðinu, að ég gæti ekki unnið þar lengur.“ Illugi bætir um betur og segir að grunnskólakrakki sem hefði skrifað þennan texta hefði einfaldlega fengið núll í einkunn. „En höfundurinn er prófessor í stjórnmálafræði við sjálfan Háskóla Íslands.“
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira