Vilja ekki fólk í gámum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Húsnæðisskortur í Vík í Mýrdal er fylgifiskur aukins ferðamannafjölda. Sveitarstjórinn segir fjármagni ekki rétt skipt til uppbyggingar. vísir/Friðrik „Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira