Allir dæmdir til fangelsisvistar í skartgripamálinu Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 16:58 Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Allir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að ráni í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði hlutu í dag fangelsisdóma við Héraðsdóm Reykjaness. Axel Karl Gíslason var dæmdur til að sæta fangelsi í fjögur ár og sex mánuði, Ásgeir Heiðar Stefánsson í tvö ár og sex mánuði og Mikael Már Pálsson í fimmtán mánuði.Þremenningarnir eiga allir langan sakaferil að baki. Til frádráttar refsingu Axels Karls kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því 23. október 2015.Þótti ekki sannað að ránið hefði verið skipulagt Þeir Axel Karl og Ásgeir Heiðar eru báðir sakfelldir fyrir að hafa rænt Gullsmiðjuna þann 22. október í fyrra en ekki fyrir það að hafa skipulagt að fremja ránið. Það þótti ekki sannað fyrir dómi. Þær rændu verslunina vopnaðir exi og neyðarhamri og höfðu á brott með sér skartgripi fyrir tæpar tvær milljónir króna. Mikael Már beið þeirra við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja ránið en dómurinn taldi ósannað að hann hefði haft aðra aðkomu að málinu en að verða við beiðni hinna tveggja um að hitta þá og aka þeim til Keflavíkur. Var hann þó sakfelldur fyrir að liðsinna þeim, þar sem hann vissi að þeir hefðu framið refsiverða háttsemi eftir að þeir stigu inn í bíl til hans. Mikael Már var á reynslulausn þegar hann sótti þá Axel Karl og Ásgeir Heiðar.Mikael Már beið hinna tveggja við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu.VísirSkaut úr loftbyssu að lögreglumönnum Þá var Axel Karl einnig sakfelldur fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni fyrir það að hafa lagt á flótta frá fimm lögreglumönnum að kvöldi dagsins sem ránið var framið og skotið að þeim úr loftskammbyssu. Lögreglumennirnir höfðu haft upp á Axel vegna grums um að hann hefði komið að ráninu. Í skýrslu lögreglu segir að Axel hafi ekki hlýtt skipunum lögreglu um að fara niður á hnén og hafa hendur sýnilegar, heldur lagt á flótta, beint loftbyssunni að þeim og skotið þremur skotum. Axel hélt því fram að hann hefði ekki áttað sig á því að mennirnir sem kölluðu að honum væru lögreglumenn og að hann hefði ekki beint byssunni að þeim, heldur skotið upp í loftið. Mikael Már var einnig kærður fyrir brot gegn vopnalögum þar sem lásbogi fannst í vörslum hans við handtöku þann 29. október. Ekki þótti þó sannað að hann ætti lásbogann. Vitni greindu frá því fyrir dómi að mikill gestagangur hefði verið í íbúðinni þar sem Mikael Már var handtekinn og mikil óregla. Kannaðist hvorki Mikael Már né vinir hans við að eiga lásbogann. Tengdar fréttir Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53 Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00 Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Allir þrír sem ákærðir voru fyrir aðild að ráni í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði hlutu í dag fangelsisdóma við Héraðsdóm Reykjaness. Axel Karl Gíslason var dæmdur til að sæta fangelsi í fjögur ár og sex mánuði, Ásgeir Heiðar Stefánsson í tvö ár og sex mánuði og Mikael Már Pálsson í fimmtán mánuði.Þremenningarnir eiga allir langan sakaferil að baki. Til frádráttar refsingu Axels Karls kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því 23. október 2015.Þótti ekki sannað að ránið hefði verið skipulagt Þeir Axel Karl og Ásgeir Heiðar eru báðir sakfelldir fyrir að hafa rænt Gullsmiðjuna þann 22. október í fyrra en ekki fyrir það að hafa skipulagt að fremja ránið. Það þótti ekki sannað fyrir dómi. Þær rændu verslunina vopnaðir exi og neyðarhamri og höfðu á brott með sér skartgripi fyrir tæpar tvær milljónir króna. Mikael Már beið þeirra við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu. Hann var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja ránið en dómurinn taldi ósannað að hann hefði haft aðra aðkomu að málinu en að verða við beiðni hinna tveggja um að hitta þá og aka þeim til Keflavíkur. Var hann þó sakfelldur fyrir að liðsinna þeim, þar sem hann vissi að þeir hefðu framið refsiverða háttsemi eftir að þeir stigu inn í bíl til hans. Mikael Már var á reynslulausn þegar hann sótti þá Axel Karl og Ásgeir Heiðar.Mikael Már beið hinna tveggja við Grindavíkurafleggjarann á Reykjanesbraut og tók þá þar upp í bíl sinn að ráninu loknu.VísirSkaut úr loftbyssu að lögreglumönnum Þá var Axel Karl einnig sakfelldur fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og brot gegn valdstjórninni fyrir það að hafa lagt á flótta frá fimm lögreglumönnum að kvöldi dagsins sem ránið var framið og skotið að þeim úr loftskammbyssu. Lögreglumennirnir höfðu haft upp á Axel vegna grums um að hann hefði komið að ráninu. Í skýrslu lögreglu segir að Axel hafi ekki hlýtt skipunum lögreglu um að fara niður á hnén og hafa hendur sýnilegar, heldur lagt á flótta, beint loftbyssunni að þeim og skotið þremur skotum. Axel hélt því fram að hann hefði ekki áttað sig á því að mennirnir sem kölluðu að honum væru lögreglumenn og að hann hefði ekki beint byssunni að þeim, heldur skotið upp í loftið. Mikael Már var einnig kærður fyrir brot gegn vopnalögum þar sem lásbogi fannst í vörslum hans við handtöku þann 29. október. Ekki þótti þó sannað að hann ætti lásbogann. Vitni greindu frá því fyrir dómi að mikill gestagangur hefði verið í íbúðinni þar sem Mikael Már var handtekinn og mikil óregla. Kannaðist hvorki Mikael Már né vinir hans við að eiga lásbogann.
Tengdar fréttir Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53 Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00 Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Játar að hafa verið í skartgripaversluninni en segir lýsingu í ákæru ranga Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 27. janúar 2016 14:53
Góðkunningjar lögreglu ákærðir fyrir skartgriparán Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson eiga allir langan sakaferil að baki og eiga langa fangelsisdóma að baki. 20. janúar 2016 14:00
Játning liggur fyrir í hrottalega ráninu í Gullsmiðjunni 26 ára karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. janúar . 9. desember 2015 10:25