Guðni mun bjóða sig fram til forseta Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 17:45 Könnun Frjálsrar verslunar sýnir Guðna Th. Jóhannesson með örlítið meira fylgi en Ólaf Ragnar Grímsson. Vísir/Anton Brink Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Guðni hefur staðfest það við spennta kjósendur sem hafa bent honum á að kosning utankjörfundar sé hafin, og þau þurfi að vita hvort þau eigi að nefna hans nafn. Þá stendur yfir vinna við að mynda kosningateymi Guðna fyrir baráttuna sem framundan er. Guðni segist glaður í bragði í samtali við Vísi hvorki vilja játa því né neita að hann ætli í framboð til forseta. Hann mun þó ætla fram. Segja má að framboð Guðna sé eitt verst geymda leyndarmál landsins en Guðni tilkynnti í Fésbókarfærslu um helgina að hann hefði komist að niðurstöðu varðandi framboð sitt. „Ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.“Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Berglind íhugar alvarlega framboð Mikill áhugi virðist vera fyrir framboði Guðna ef marka má skoðanakannanir sem Frjáls verslun annars vegar og Maskína hins vegar framkvæmdu á dögunum. Í könnun Frjálsrar verslunar er afar mjótt á munum en stuðningur Guðna ívið meira. Í könnun Maskínu hafði Ólafur 46 prósent fylgi en Guðni um 25 prósent. Guðni er ekki sá eini sem legið hefur undir feldi undanfarnar vikur. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, íhugar framboð alvarlega. Stuðningsfólk hefur fundað með henni vegna mögulegs framboð hennar. Eitt af stóru umhugsunarefnunum var hvort Guðni Th. myndi bjóða sig fram enda telja margir að þau Berglind gætu tekið atkvæði hvort af öðru. Því gæti framboð Guðna, sem tilkynnt verður um á fimmtudag, haft töluvert að segja um ákvörðun Berglindar.Guðni gaf blóð Athugulir Facebook-notendur hafa veitt því athygli að vinum Guðna á samfélagsmiðlinum hefur fjölgað um vel á annað þúsund á afar skömmum tíma. Þá vakti færsla Blóðbankans á Facebook í dag mikla athygli þar sem fram kom að Guðni væri mættur til að gefa blóð, sem hann geri reglulega.„Hann er einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki, en við getum einungis reiknað með því að tæplega hálft prósent Íslendinga séu í AB mínus blóðflokki,“ segir í færslunni. „AB mínus blóðvökvi er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Guðni Th. Jóhannesson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Guðni hefur staðfest það við spennta kjósendur sem hafa bent honum á að kosning utankjörfundar sé hafin, og þau þurfi að vita hvort þau eigi að nefna hans nafn. Þá stendur yfir vinna við að mynda kosningateymi Guðna fyrir baráttuna sem framundan er. Guðni segist glaður í bragði í samtali við Vísi hvorki vilja játa því né neita að hann ætli í framboð til forseta. Hann mun þó ætla fram. Segja má að framboð Guðna sé eitt verst geymda leyndarmál landsins en Guðni tilkynnti í Fésbókarfærslu um helgina að hann hefði komist að niðurstöðu varðandi framboð sitt. „Ég hef ákveðið að tilkynna svar mitt við spurningunni miklu um forsetaframboð í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.“Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Berglind íhugar alvarlega framboð Mikill áhugi virðist vera fyrir framboði Guðna ef marka má skoðanakannanir sem Frjáls verslun annars vegar og Maskína hins vegar framkvæmdu á dögunum. Í könnun Frjálsrar verslunar er afar mjótt á munum en stuðningur Guðna ívið meira. Í könnun Maskínu hafði Ólafur 46 prósent fylgi en Guðni um 25 prósent. Guðni er ekki sá eini sem legið hefur undir feldi undanfarnar vikur. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, íhugar framboð alvarlega. Stuðningsfólk hefur fundað með henni vegna mögulegs framboð hennar. Eitt af stóru umhugsunarefnunum var hvort Guðni Th. myndi bjóða sig fram enda telja margir að þau Berglind gætu tekið atkvæði hvort af öðru. Því gæti framboð Guðna, sem tilkynnt verður um á fimmtudag, haft töluvert að segja um ákvörðun Berglindar.Guðni gaf blóð Athugulir Facebook-notendur hafa veitt því athygli að vinum Guðna á samfélagsmiðlinum hefur fjölgað um vel á annað þúsund á afar skömmum tíma. Þá vakti færsla Blóðbankans á Facebook í dag mikla athygli þar sem fram kom að Guðni væri mættur til að gefa blóð, sem hann geri reglulega.„Hann er einn af fáum Íslendingum sem er í AB mínus blóðflokki, en við getum einungis reiknað með því að tæplega hálft prósent Íslendinga séu í AB mínus blóðflokki,“ segir í færslunni. „AB mínus blóðvökvi er eini blóðvökvinn sem hægt er að nota í ungabörn og því mikilvægt að eiga hann alltaf til.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira