Nissan innkallar 4 milljónir bíla Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2016 09:46 Nissan Murano er einn þeirra bíla sem innkallaðir verða, þó eingöngu af árgerðum 2015 og 2016. Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017). Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent
Í síðustu viku tilkynnti japanski bílaframleiðandinn um innköllun um 4 milljóna bíla sinna vegna galla í öryggispúðum í bílunum. Þetta er enn ein stóra innköllunin af völdum gallaðra öryggispúða, en á síðasta ári þurftu t.d. bílaframleiðendurnir BMW, Chrysler, Ford, Honda, Lexus, Mazda, Toyota og Acura að innkalla bíla sökum slíkra galla. Af þessum 4 milljón bílum frá Nissan nú eru 3,2 milljónir þeirra í Bandaríkjunum og Kanada. Gallinn í Nissan bílunum er fólginn í biluðum skynjara sem greinir milli þess hvort í farþegasætinu frammí sé fullorðinn einstaklingur eða barn og hann á það til að skilgreina fullorðinn farþega sem barn og þá aftengist öryggispúðinn með tilheyrandi hættu. Innköllununin nær til bílanna Missan Maxima (2016-2017), Nissan Altima (2013-2016), Nissan NV200, Nissan Pathfinder (2013-2017), Nissan Leaf og Sentra, Nissan Murano (2015-2016), Nissan Rogue (2014-2017) og Infinity QX60 og Q50 (2014-2017).
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent