Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2016 09:57 "Væntanlega hefðu sömu einstaklingar og tala með þessum hætti farið varlegar með fjármuni hennar ef sú hefði verið raunin í stað þess að draga sér tugi milljóna af bankareikningi hennar,“ segir Júlíus Vífill um fjárhagsstöðu móður sinnar og hegðun systkina. Vísir/Daníel Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir „ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra“. Það séu gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Þetta segir Júlíus í yfirlýsingu sem hann sendi Kastljósi vegna umfjöllunar gærkvöldsins. Í þættinum í gærkvöldi var greint frá því að systkini Júlíusar Vífils ætluðu að fela bresku rannsóknarfyrirtæki að reyna að hafa uppi á varasjóði Ingvars Helgasonar. Sökuðu þau Júlíus Vífil um að hafa gengist við því, eftir að í ljós kom að hann hefði stofnað aflandsfélag á Panama, að þar væri að finna sjóði foreldra hans. Sjóði sem móðir þeirra heitin hefði leitað að í á annan áratug eftir að Ingvar Helgason lést árið 1999. Júlíus hafnaði beiðni Kastljóss um viðtal vegna þáttarins í gær en eftir að Kastljós birti stiklu úr þættinum í hádeginu í gær sendi Júlíus yfirlýsingu til þáttarins. „Það litla sem ég hef séð að fram kemur í þessum þætti Kastljóss eru ýmist algjör ósannindi eða ómerkileg illmælgi. Sérstaklega er ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að ég hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir mig sjóði í eigu annarra sem eru gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Er yfirleitt hægt að bregðast við getgátum og dylgjum sem ekki byggja á neinum gögnum? Úr ágreiningi varðandi skipti á dánarbúi sem nú er í opinberum skiptum verður leyst með öðrum hætti en í Kastljósþætti ríkissjónvarpsins. Ég áskil mér allan rétt til að bregðast síðar við þessum þætti.“ Guðmundur Ágúst Ingvarsson sór sömuleiðis af sér sakir í viðtali við Vísi í gær. Hann vildi þó ekki útskýra í hverju misskilningurinn eða rangfærslurnar væru fólgnar. Hann myndi ráðfæra sig við lögfræðing. Guðmundur Ágúst Ingvarsson er fyrrverandi formaður HSÍ.Vísir Sakar systkinin um að taka fé af mömmu sinni Júlíus Vífill segir í Morgunblaðinu í dag að hann hafi reynt að leiðrétta margar rangfærslur sem fram hafi komið í þættinum í gær. Lítill áhugi hafi verið að fá nema eina bjagaða hlið á málinu. Hann útskýrir þó ekki í samtali við Morgunblaðið hverjar umræddar rangfærslur séu, að því frátöldu að hann þverneitar að hafa sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. Þá útskýrir hann að móðir þeirra hafi ekki búið við neinn fjárskort síðustu árin, þvert á móti. „Hún var sem betur fer mjög vel efnum búin og skorti ekkert, en því miður þjáð í mörg ár af Alzheimer. Væntanlega hefðu sömu einstaklingar og tala með þessum hætti farið varlegar með fjármuni hennar ef sú hefði verið raunin í stað þess að draga sér tugi milljóna af bankareikningi hennar.“ Ekki liggur fyrir hver hafi verið eigandi félagsins Lindos Alliance sem fjárfesti í Ingvari Helgasyni árið 2001 og Júlíus Vífill lagði mikla áherslu á að hratt yrði gengið til samninga við. Þá hefur Júlíus Vífill sagt að aflandsfélagið sé í raun lífeyris- og vörslusjóður. Frá því greindi hann þegar hann sagði af sér sem borgarfulltrúi í apríl. Systkinin fullyrða að hann hafi tjáð þeim að þar væri að finna varasjóði foreldranna sem hann hafi ætlað að skila síðar. Ólst upp hjá nágrannahjónum Í viðtali við DV árið 2013 sagði Júlíus Vífill meðal annars frá því hvernig hann hefði alist upp hjá eldri hjónum sem bjuggu í næsta húsi við hann sem barn. Hann hefði kallað þau ömmu og afa en í raun hefði verið um fósturforeldra að ræða. „Ég sé það oft á fólki að því þyki þetta merkilegt en mér hefur aldrei fundist þetta neitt tiltökumál. Þetta var ekki vegna þess að foreldrar mínir gætu ekki alið mig upp eða neitt slíkt. Ég valdi mér bara þessi yndislegu hjón og þau mig. En ég átti líka yndislega foreldra sem ég hef líka alltaf verið í góðu sambandi við. Sérstaklega eftir að ég fór að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu,“ sagði Júlíus Vífill í viðtalinu. Júlíus Vífill tók við rekstri Ingvars Helgasonar ásamt bræðrum sínum um aldamótin eftir fráfall föður þeirra. Rekstur fyrirtækisins fór á svipuðum tíma að ganga verr sé miðað við ársreikninga fyrirtækisins um aldamótin sem Kastljós birti í þætti gærkvöldsins. Fréttastofu 365 hefur ekki tekist að ná tali af Júlíusi Vífli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir „ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra“. Það séu gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Þetta segir Júlíus í yfirlýsingu sem hann sendi Kastljósi vegna umfjöllunar gærkvöldsins. Í þættinum í gærkvöldi var greint frá því að systkini Júlíusar Vífils ætluðu að fela bresku rannsóknarfyrirtæki að reyna að hafa uppi á varasjóði Ingvars Helgasonar. Sökuðu þau Júlíus Vífil um að hafa gengist við því, eftir að í ljós kom að hann hefði stofnað aflandsfélag á Panama, að þar væri að finna sjóði foreldra hans. Sjóði sem móðir þeirra heitin hefði leitað að í á annan áratug eftir að Ingvar Helgason lést árið 1999. Júlíus hafnaði beiðni Kastljóss um viðtal vegna þáttarins í gær en eftir að Kastljós birti stiklu úr þættinum í hádeginu í gær sendi Júlíus yfirlýsingu til þáttarins. „Það litla sem ég hef séð að fram kemur í þessum þætti Kastljóss eru ýmist algjör ósannindi eða ómerkileg illmælgi. Sérstaklega er ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að ég hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir mig sjóði í eigu annarra sem eru gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Er yfirleitt hægt að bregðast við getgátum og dylgjum sem ekki byggja á neinum gögnum? Úr ágreiningi varðandi skipti á dánarbúi sem nú er í opinberum skiptum verður leyst með öðrum hætti en í Kastljósþætti ríkissjónvarpsins. Ég áskil mér allan rétt til að bregðast síðar við þessum þætti.“ Guðmundur Ágúst Ingvarsson sór sömuleiðis af sér sakir í viðtali við Vísi í gær. Hann vildi þó ekki útskýra í hverju misskilningurinn eða rangfærslurnar væru fólgnar. Hann myndi ráðfæra sig við lögfræðing. Guðmundur Ágúst Ingvarsson er fyrrverandi formaður HSÍ.Vísir Sakar systkinin um að taka fé af mömmu sinni Júlíus Vífill segir í Morgunblaðinu í dag að hann hafi reynt að leiðrétta margar rangfærslur sem fram hafi komið í þættinum í gær. Lítill áhugi hafi verið að fá nema eina bjagaða hlið á málinu. Hann útskýrir þó ekki í samtali við Morgunblaðið hverjar umræddar rangfærslur séu, að því frátöldu að hann þverneitar að hafa sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. Þá útskýrir hann að móðir þeirra hafi ekki búið við neinn fjárskort síðustu árin, þvert á móti. „Hún var sem betur fer mjög vel efnum búin og skorti ekkert, en því miður þjáð í mörg ár af Alzheimer. Væntanlega hefðu sömu einstaklingar og tala með þessum hætti farið varlegar með fjármuni hennar ef sú hefði verið raunin í stað þess að draga sér tugi milljóna af bankareikningi hennar.“ Ekki liggur fyrir hver hafi verið eigandi félagsins Lindos Alliance sem fjárfesti í Ingvari Helgasyni árið 2001 og Júlíus Vífill lagði mikla áherslu á að hratt yrði gengið til samninga við. Þá hefur Júlíus Vífill sagt að aflandsfélagið sé í raun lífeyris- og vörslusjóður. Frá því greindi hann þegar hann sagði af sér sem borgarfulltrúi í apríl. Systkinin fullyrða að hann hafi tjáð þeim að þar væri að finna varasjóði foreldranna sem hann hafi ætlað að skila síðar. Ólst upp hjá nágrannahjónum Í viðtali við DV árið 2013 sagði Júlíus Vífill meðal annars frá því hvernig hann hefði alist upp hjá eldri hjónum sem bjuggu í næsta húsi við hann sem barn. Hann hefði kallað þau ömmu og afa en í raun hefði verið um fósturforeldra að ræða. „Ég sé það oft á fólki að því þyki þetta merkilegt en mér hefur aldrei fundist þetta neitt tiltökumál. Þetta var ekki vegna þess að foreldrar mínir gætu ekki alið mig upp eða neitt slíkt. Ég valdi mér bara þessi yndislegu hjón og þau mig. En ég átti líka yndislega foreldra sem ég hef líka alltaf verið í góðu sambandi við. Sérstaklega eftir að ég fór að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu,“ sagði Júlíus Vífill í viðtalinu. Júlíus Vífill tók við rekstri Ingvars Helgasonar ásamt bræðrum sínum um aldamótin eftir fráfall föður þeirra. Rekstur fyrirtækisins fór á svipuðum tíma að ganga verr sé miðað við ársreikninga fyrirtækisins um aldamótin sem Kastljós birti í þætti gærkvöldsins. Fréttastofu 365 hefur ekki tekist að ná tali af Júlíusi Vífli þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02