Forseti Íslands er enginn veislustjóri Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 13. maí 2016 05:00 „Síðustu vikur hafa verið einstakur tími í sögu íslenska lýðveldisins. Tugþúsunda mótmæli við Alþingishúsið eitt og sér er mikill viðburður. Svo bætist við að forsætisráðherra fer frá eftir að hafa reynt að rjúfa þing og ríkisstjórn með traustan meirihluta á Alþingi samþykkir vegna ríkrar kröfu almennings að flýta þingkosningum. Hvert og eitt af þessu eru stórtíðindi,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur dró framboð sitt til forseta til baka á mánudag. Hann segir ákvörðunina um að gefa kost á sér í sjötta sinn hafa verið tekna því ekki hafi verið kominn frambjóðandi sem nyti yfirburðastuðnings. „Í öllu umrótinu, með tilliti til þessara dramatísku atburða sem höfðu orðið, og þjóðin hafði ekki fundið neinn sem hún gæti sætt sig við sem nýjan forseta, var þrýst á um það með mjög víðtækum hætti að ég hlypi ekki frá borði. Ég er þannig gerðar af mínu uppeldi og lífsviðhorfum að ég tel að þeir sem þjóðin hefur sýnt mikið traust hafi ákveðnar skyldur. Sumum finnst það sérkennileg hugsun en það er samgróið viðhorfum mínum. Ég vildi þess vegna ekki standa frammi fyrir því að menn gætu sagt að ég hefði hlaupist undan merkjum á þessum tímum. Þó vilji minn, hjarta og hugur hefði stefnt til þess, eins og ég sagði í nýársávarpinu, að kveðja Bessastaði. Um leið, sem er afar óvenjulegt og ég held að hafi aldrei gerst áður þegar menn lýsa yfir framboði, sagði ég að ef að menn fyndu annan í embættið þá tæki ég því vel og fagnandi.“Tveir reyndir frambjóðendur Eftir að skoðanakönnun Fréttablaðsins þann 5. maí sýndi að Guðni Th. Jóhannesson nyti stuðnings 38 prósenta þjóðarinnar fór hann að íhuga að draga framboðið til baka. „Ég skrifaði fyrsta uppkastið að yfirlýsingu minni um að draga framboðið til baka sama dag, og endurskoðaði það næsta dag. Þegar í kjölfarið Davíð Oddsson tilkynnir á Bylgjunni að hann hafi ákveðið að fara fram þá hnigu öll rök til míns framboðs. Nú var komin upp sú ánægjulega staða að þjóðin átti kost á því að velja milli fræðimanns sem hefur mesta þekkingu allra núlifandi Íslendinga á forsetaembættinu og þess sem lengst hefur verið forsætisráðherra í lýðveldissögunni og haft samskipti við forseta, bæði Vigdísi og mig.“ Ólafur segir ákvörðunina um að draga framboðið til baka hvorki vera stuðningsyfirlýsingu við Guðna né Davíð. „Það er víðs fjarri að ég tæki nokkra afstöðu með neinum frambjóðenda. Til viðbótar við Guðna og Davíðeru í framboði þekktur rithöfundur og baráttumaður fyrir umhverfisvernd, forystukona í atvinnulífinu og annað gott fólk. Það sem skilur Davíð og Guðna frá hinum er að þeir hafa í áraraðir skapað sér sérstöðu varðandi þekkingu og samskipti við forsetaembættið. Ég tek enga afstöðu með kosningunni, ég er einfaldlega að lýsa staðreyndum.“Panama-skjölin breyttu engu Fréttir voru fluttar af því í síðustu viku að nafn Dorritar Moussaieff, eiginkonu Ólafs, væri að finna í Panama-skjölunum. Áður hafði Ólafur sagt að þau hjónin tengdust engum aflandsfélögum. Hann segir það ekki eiga þátt í ákvörðuninni um að draga framboðið til baka. „Nei, það tengist því ekki enda hefur margt af því sem hefur verið sagt ekki verið sannleikanum samkvæmt. Fjölmiðlar og aðrir hafa farið með staflausa stafi.“ Eins og hvað? „Hún hefur aldrei haft reikninga við þennan svissneska banka sem fullyrt var að hún hefði tengsl við. Hún hefur aldrei haft tengsl við þetta Jaywick-félag sem fullyrt var að hún hefði. Það eina sem á sér stað í þessu eru aðgerðir foreldra hennar á sínum tíma. Menn þurfa huga að staðreyndunum.“ Hann segist alltaf hafa tekið sína persónulegu stöðu út úr myndinni í tíð sinni sem forseti. „Það er mikilvægt að sérhver sem fær þessa ábyrgð á herðar skilji eftir vangaveltur um sína persónulega stöðu. Forseti verður að fylgja sannfæringu sinni og rökrænni greiningu á því hvað er íslenskri þjóð fyrir bestu. Þótt það sé ekki formleg skylda sitjandi forseta þá hugsar maður einnig um það þegar maður lætur af embætti að taki við nýr forseti með nægilegan stuðning til að embættinu verði áfram farsællega sinnt. Það lendi ekki í þjóðfélagslegri upplausn þar sem enginn hefur stuðning. Það sem gladdi mig við atburði síðustu daga er að nú bendir allt til þess að nýr forseti taki við með þeim sama eðlilega hætti eins og áður. Embættið sjálft og sess þess í lýðveldinu verður áfram á þeim góða stað sem það hefur verið. Ég veit að þetta er ekki formleg skylda forsetans en af því að sérhver sem gegnir embættinu fyllist virðingu gagnvart því, á vissan hátt þykir vænt um það og skilur kannski betur en aðrir að forsetaembættið er ekki bara starf.“ Ólafur heldur áfram og segir ástandið í þjóðfélaginu með þeim hætti að það skipti höfuðmáli fyrir þjóðina að forsetaembættið haldi sínum sessi. „Skoðanakannanir sýna að forystuflokkur síðustu ríkisstjórnar er með slíkt lágmarksfylgi að það er einsdæmi. Forystuflokkur núverandi ríkisstjórnar er með mjög lítið fylgi. Það hefur aldrei fyrr gerst í sögu íslenskra stjórnmála að forystuflokkar ríkisstjórnar á örfáum misserum fari niður í eins stafs tölu í fylgi. Þegar það bætist svo við að nýr flokkur sem rétt náði inn á þing fyrir þremur árum eða svo, fær álíka fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið stærsti flokkurinn í áratugi. Þar sjáum við staðfestingu þessa mikla umróts sem er í lýðræðiskerfi og stjórnmálum okkar. Þá skiptir höfuðmáli að forsetaembættið haldi sínum sessi. Þegar forsetakosningarnar fara saman við allt þetta, þá verði eðliseiginleikum forsetaembættisins og samspili þess við þjóðina og lýðveldið ekki fórnað í þessu umróti. Sem betur fer tel ég í dag að það sé engin hætta á því. Þess vegna er ég svona glaður. Vegna þess að ég verð að skilja við embættið á þann hátt að þjóðin með góðum hætti finni sér nýjan forseta og hann geti tekið við á þann hátt að embættið sé sterkt, samband þess við þjóðina traust og forseti skilji sig frá þessari hringiðu sem einkennir flokkana, Alþingi og þann þátt lýðræðiskerfis.“Sér ekki eftir framboðinu Sérðu eftir að hafa boðið þig fram í sjötta sinn á dögunum og hætt svo við? „Nei, alls ekki. Ég vildi ekki hlaupa frá borði, á dögum og vikum þar sem nánast allt lék á reiðiskjálfi hvað snertir hefðbundna stöðu lýðveldisins,“ segir hann. „Þegar litið er til baka þá má segja að þessi ákvörðun mín, að grípa inn í þetta tómarúm varðandi forsetaembættið, hafi hjálpað til við að skapa atburðarás sem leiddi svo til þess að nokkrum vikum síðar var þjóðin farin að þjappa sér saman um aðra frambjóðendur.“ Sumir hafa sagt ósanngjarnt að þú hafir stigið fram, troðið á þeim sem vildu bjóða sig fram en ekki gegn sitjandi forseta? Fjórir hættu við. „Ég get ekki tekið neina afstöðu til þess enda sýna dæmin og sagan að fólk myndar sér skoðanir um forseta og frambjóðendur óháð því hvað sitjandi forseti gerir. Menn studdu Þóru Arnórsdóttur hér fyrir fjórum árum, þriðjungur kjósenda. Hreyfingin um framboð hennar var sterk þó að í gangi væri mikill þrýstingur á mig um að halda áfram. Margt af þessu góða fólki sem þið nefnið núna hafði haft nokkra mánuði til þess að afla sér stuðnings. Við sjáum hvað gerst hefur þegar fram koma núna Guðni og Davíð; það þarf ekkert mjög langan tíma til þess að fá umtalsvert fylgi. Þannig ég get á engan hátt axlað ábyrgð gagnvart þessu góða fólki vegna þess að samband þess við kjósendur eða sambandsleysi byggðist á þeim sjálfum. Sagan sýnir að þú getur ekki byggt stuðning í forsetakosningum á því hvað aðrir gera. Þú verður að gera það í krafti eigin verðleika.“ Skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því á miðvikudag sýndi að Guðni Th. er með tæplega 70 prósenta fylgi. Manstu eftir viðlíka niðurstöðum skoðanakannana? „Það er nú ein hliðstæða t.d. gagnvart sjálfum mér. Í aðdraganda kosninganna 1996 þá held ég að ein skoðanakönnun 6 til 7 vikum fyrir kosningar hafi sýnt að ég var með yfir 70 prósent. Ferill skoðanakannana í kosningum hefur oft sýnt stórar sveiflur. En ég ætla nú ekki meðan ég er í embætti að fara verða álitsgjafi um skoðanakannanir.“Dorrit gleðst yfir frelsinu Ólafur segir eiginkonu sína, Dorrit, vera ánægða með þá ákvörðun hans að draga framboð sitt til baka. „Hún var þeirrar skoðunar að ákvörðunin um áramótin væri rétt. Eins og allir hljóta að skilja hefur það verið flókið að ég er hér að sinna minni vinnu á Íslandi og hún annars staðar. Skyldur forsetaembættisins eru þannig að dagskrá er ákveðin oft ár fram í tímann. Maður hefur ekki frelsi eins og aðrir. Svo að sérhver sem gegnir þessu embætti, og ég er ekki að kvarta, það er bara veruleikinn. Hann og fjölskylda hans afsala sér umtalsverðu frelsi. Þess vegna erum við glöð, ekki bara ég og Dorrit heldur börnin mín og barnabörn. Að geta farið að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir og notið lífsins. Haft frelsi.“Þú sem ert vanur þéttri dagskrá, hvað ætlarðu að gera? „Ég haf alltaf haft áhuga á mörgu. Það eru mörg viðfangsefni. Bæði varðandi norðurslóðir, baráttu gegn loftslagsbreytingum, eflingu hreinnar orku, rannsóknir og fræði, sem ég mun sinna af krafti.“ Muntu sækjast eftir einhverju embætti? „Nei. Þið megið ekki gleyma að ég verð 73 ára eftir nokkra daga,“ segir Ólafur og hlær. „Ég hef hins vegar fengið óskir, frá íslenskum aðilum og erlendum, um að koma að verkefnum. Ég var skipaður í sérstaka nefnd í verkefninu Sustainable Energy For All sem miðast að því að breyta orkukerfum allra landa, til hreinnar orku,“ segir Ólafur. Hann segist einnig munu halda áfram að vinna að málefnum norðurslóða.Það var enginn annar Aðspurður hverju hann sé stoltastur af á forsetaferlinum segir Ólafur fimm meginþætti efst á baugi. Efling lýðræðis með því að skjóta málum til þjóðaratkvæðisgreiðslu er sá fyrsti. Þá nefnir hann að fara fram og verja hagsmuni Íslands í kjölfar hrunsins. „Þegar reynt var að brjóta okkur á bak aftur með margvíslegum hætti. Íslenska markið stóð opið og hver sem er gat sparkað boltanum í það og enginn var til varnar. Þá taldi ég nauðsynlegt að stíga það skref sem er mjög óvenjulegt og sumir hefðu getað sagt með nokkrum rökum óeðlilegt fyrir forseta. Það var bara enginn annar. Að fara í alla helstu fjölmiðla heimsins og verja Ísland og færa fram okkar rök og málstað.“ Ólafur nefnir framlagið til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, málefni norðurslóða og eflingu tengsla við Kína, sem hann hefur þó hlotið talsverða gagnrýni fyrir, og annarra landa í Asíu. „Ég er ekki bara að tala um Kína, heldur Indland, Kóreu, Singapúr, o.s.frv. Vegna þess að Asía er og verður helsta aflvélin í hagkerfi heimsins. Ég taldi rétt fyrir Íslendinga að búa í haginn fyrir 21. öldina og efla tengslin við þessi ríki.“Persónulegur fórnarkostnaður Erfiðast á ferlinum segir hann ákvarðanirnar um Icesave.Varstu beittur þrýstingi? „Það er vægt til orða tekið.“Var þér hótað? „Það fer eftir því hvað þið kallið hótanir, en förum aftur í tímann. Það var umsátur um Ísland, öll Norðurlönd, allar ríkisstjórnir í ESB voru á móti okkar málstað. Vildu knýja okkur til að semja við Breta og Hollendinga. Í stjórn AGS var því valdi Evrópuríkjanna beitt að við fengum ekki fyrirgreiðslu, sem við áttum rétt á, nema við beygðum okkur undir nauðasamninga við þessar þjóðir. Jafnframt voru margir fremstu sérfræðingar og álitsgjafar þessa lands sem sögðu að ef ég leyfði þjóðinni að kjósa um þetta mál væri ég að dæma Ísland til eilífrar útskúfunar úr fjármálakerfi heimsins. Merkimiðinn Kúba norðursins var þekkt í þeirri umræðu. Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn var ekki bara á móti mér – heldur harkalega á móti mér. Í þessari stöðu var erfitt að taka þá ákvörðun að færa þetta vald til fólksins. Þessi kraftur erlendra ríkja og innlendra afla var slíkur að ég held ég geti fullyrt að það hafi ekki nokkur maður í sögu Íslands verið beittur öðrum eins þrýstingi í nokkru máli eins og ég í Icesave-málinu.“ Hann segir þessa daga í lok árs 2009 og ársbyrjun 2010 erfiðustu stundir sem hann hafi þurft að fara í gegnum. „Ég vona að enginn forseti og þjóðin eigi aldrei aftur eftir að standa frammi fyrir því, ég veit manna best hvað var í húfi og hvað þetta var erfitt.“ Hvernig var þessum þrýstingi beitt? „Ef þið viljið dæmi, þá settust Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Mogens Lykketoft, fyrrverandi forseti danska þingsins og ráðherra til margra ára, í vikulegan umræðuþátt sinn í danska sjónvarpinu sem allur gekk út á hvers konar fífl þessi forseti á Íslandi væri. Rökkuðu mig niður fyrir framan danska þjóð því ég vildi ekki klappa upp þennan samning. Ég gæti talið upp fjölmörg önnur dæmi, auk þess eins og ég hef sagt áður, að kjarninn í þeirri stuðningsmannasveit sem bar uppi sigur minn 1996, var æf út af þessari ákvörðun. Það hefur kostað mig það að ýmsir af gömlum vinum mínum og stuðningsmönnum til margra ára hafa ekki talað við mig síðan. Þannig að fórnarkostnaður forseta Íslands í ákvörðunum af þessu tagi getur líka verið persónulegur.“Úrelt lög þjóðskrár Nú munt þú flytja af Bessastöðum í sumar, hvert flytjið þið? „Dorrit hefur verið með sitt gamla heimili í London og ég keypti fyrir fjórum árum hús á fallegum stað í Mosfellsbæ. Ég reikna með að þessir tveir staðir verði aðalvistarverur okkar. Það á nú eftir að koma í ljós hvað við verðum lengi í London, eða hér. Síðan eru ýmis verkefni sem eru þess eðlis á alþjóðavettvangi að ég verð töluvert á ferðalagi.“ Það hefur verið gagnrýnt að þið hafið ekki sama lögheimili, ætlið þið að búa saman þegar þú lætur af embætti? „Það er eins með okkur og hundruð Íslendinga, ef að makinn þarf að vera lengi í burtu vegna atvinnu sinnar og aðstæður eru þannig að hann eða hún verða að skrá lögheimili sitt í því landi sem vinnan er stunduð í, þá leyfir þjóðskrá þér ekki annan reit. Sem mér finnst gamaldags. Við búum í veröld þar sem makar vinna langt hver frá öðrum,“ segir hann. „Einfaldlega vegna þess að starf hjóna í dag, þegar konur eru jafn vel menntaðar og hæfar til að sinna störfum og karlar, þá er þetta gamla kerfi að kona fylgi karlinum úrelt lög.“Engin klíka í kringum forsetann Ólafur segir ýmislegt hafa setið á hakanum frá því hann varð forseti. Til dæmis hafi hann ekki ræktað vinasambönd við gamla vini. „Ég á trausta og góða vini. Hins vegar verður að segjast eins og er, að á þessum 20 árum hefur ekki gefist mikill tími til að rækta þá. Þegar Guðrún Katrín lést tók ég þá ákvörðun að veita dætrum mínum og fjölskyldum þeirra algjöran forgang. Svo kom Dorrit til sögunnar og það sama gilti um hana. Ákvörðun mín eftir þessa hryllilegu reynslu með Guðrúnu Katrínu að gefa fjölskyldunni og okkur sjálfum allan þann lausa tíma sem við hefðum hefur orðið til þess að ég hef haft minni tíma til að rækta góð vinasambönd,“ segir hann alvarlegur. „Það er auðvitað eitt af því sem nýr forseti mun reyna, þegar embættið fær sinn daglega takt að annirnar eru þess eðlis að það verður ekki mikill tími fyrir annað. Síðan ef forsetinn fer að rækta sérstaklega vini sína og eiga með þeim samverustundir, þá búum við Íslendingar í þannig samfélagi að slíkt yrði ekkert leyndarmál. Það yrði ákveðin hætta á því að menn teldu að það væri klíka í kringum forsetann. Sérstaklega fyrir einstakling eins og mig sem kom af vettvangi stjórnmála. Þá var mikilvægt að sýna það í verki að það væri ekki í kringum mig hópur fólks sem hefði verið samferða mér áður og fylgdi mér til Bessastaða. Það getur verið nauðsynlegt fyrir forseta sem er allra, að búa ekki til sérhóp sem njóti forréttinda varðandi aðgang að forsetanum eða sé vinaklíka í kringum forsetann.“ Ólafur Ragnar hefur í gegnum tíðina ekki farið varhluta af slúðursögum. „Ég læt það sem vind um eyrun þjóta. Ég hafði verið á vettvangi þjóðmála í langan tíma áður en ég varð forseti, það var nú margt um mig sagt þegar ég var fjármálaráðherra,“ segir hann og rifjar upp þegar Gísli Rúnar lék hann eftirminnilega sem Skattmann í áramótaskaupinu eitt árið. „Það var ekkert alltaf auðvelt fyrir dætur mínar litlar á Seltjarnarnesi, þar sem meginþorri fólks hafði aðrar stjórnmálaskoðanir en ég, að vera dætur pabba síns. Ég hef langa reynslu og við af því að láta svona umtal ekki á mig fá. Það var fyndið þetta með Skattmann, því þetta átti að vera mér til háðungar, en svo nokkrum dögum síðar fór ég í sund og þá hópuðust til mín skólakrakkar, fullir aðdáunar, því Súperman var þeirra hetja og ég áttaði mig á því að þetta hafði skapað mér gríðarlegar vinsældir meðal nýs hóps,“ segir hann hlæjandi.Lætur umtalið ekki á sig fá „Ég hef oft sagt við þá sem eru að taka til starfa á vettvangi þjóðmála, og þeir taka nærri sér alls konar umræður sem eru byggðar á rangfærslum eða illvilja að þeir eiga að temja sér hugarfar mannsins sem stendur á fljótsbakkanum. Það er drasl og rusl sem flýtur á fljótinu og ef maður byrjar að æsa sig yfir því þá gerir maður ekkert annað. Ef maður stendur kyrr og heldur sig við sitt, þá flýtur þetta fram hjá. Menn þurfa að fylgja sinni sannfæringu og láta ekkert hagga sér af þessu tagi.“ Hann segir umræðuna hafa breyst með tilkomu netsins. „Í gamla daga fyrir netið, þegar maður fór í leiðangra til þess að kynna sér almenningsálitið fór maður í beitiskúrana eða í kaffi til hafnarverkamannanna hjá Dagsbrún. Þetta voru aðallega karlar, en þeir helltu sér yfir mann, og sögðu til dæmis: Ertu nú kominn, helvítis fíflið þitt? Og sumt á netinu er eins og menn séu komnir aftur í beitiskúrinn og allir séu í beitiskúrunum, dag og nótt. En ef þú fékkst eldskírn eins og ég fékk fyrir mörgum áratugum í beituskúrunum og hjá hafnarverkamönnunum, þá er þetta nú bara eins og jólaball.“ Hann hlær.Forsetinn mikilvægur Sumir hafa viðrað þá skoðun að leggja eigi niður embætti forsetans. Þar á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sagði að forsetinn ætti bara að sinna kokteilboðum. Ólafur er ekki sammála. „Það er einfaldlega röng sýn, að forsetinn sé veislustjóri og sitji sífellt í málsverðum. Forseti Íslands sinnir mikilli vinnu.“ Hann segir mikilvægt að hafa þjóðhöfðingja þegar kemur að alþjóðasamskiptum. „Það er mikilvægt að eiga aðgang að manni sem ber ábyrgð gagnvart kjósendum en er ekki háður flokkum. Hver sem er getur knúið dyra hjá forsetanum og borið upp vonir, viðfangsefni, kvartanir og væntingar og telur það sér til framdráttar að geta nálgast forsetann með þessum hætti því honum finnst dyr annarra kjörinna fulltrúa lokaðar eða erfitt að fá áheyrn. Síðan hefur reyndin sýnt að það geta komið upp tímar að Alþingi takist illa eða alls ekki að mynda ríkisstjórn. Þá er það ekki Alþingi sem ber ábyrgð á að landið verði stjórnlaust, það er forsetinn. Þegar menn eru að segja að forseti þingsins geti gegnt þessu, og ég ber virðingu fyrir forseta Alþingis, er hann ávallt kosinn í flokkspólitískri kosningu. Eru menn þá að segja um leið að þjóðhöfðinginn á Íslandi eigi að vera einhver aukageta hjá flokkspólitískum forseta Alþingis? Þjóðin myndi aldrei sætta sig við það. Það er mikilvægt að eiga kjörinn fulltrúa sem er ekki í framboði fyrir flokk.“ Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira
„Síðustu vikur hafa verið einstakur tími í sögu íslenska lýðveldisins. Tugþúsunda mótmæli við Alþingishúsið eitt og sér er mikill viðburður. Svo bætist við að forsætisráðherra fer frá eftir að hafa reynt að rjúfa þing og ríkisstjórn með traustan meirihluta á Alþingi samþykkir vegna ríkrar kröfu almennings að flýta þingkosningum. Hvert og eitt af þessu eru stórtíðindi,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur dró framboð sitt til forseta til baka á mánudag. Hann segir ákvörðunina um að gefa kost á sér í sjötta sinn hafa verið tekna því ekki hafi verið kominn frambjóðandi sem nyti yfirburðastuðnings. „Í öllu umrótinu, með tilliti til þessara dramatísku atburða sem höfðu orðið, og þjóðin hafði ekki fundið neinn sem hún gæti sætt sig við sem nýjan forseta, var þrýst á um það með mjög víðtækum hætti að ég hlypi ekki frá borði. Ég er þannig gerðar af mínu uppeldi og lífsviðhorfum að ég tel að þeir sem þjóðin hefur sýnt mikið traust hafi ákveðnar skyldur. Sumum finnst það sérkennileg hugsun en það er samgróið viðhorfum mínum. Ég vildi þess vegna ekki standa frammi fyrir því að menn gætu sagt að ég hefði hlaupist undan merkjum á þessum tímum. Þó vilji minn, hjarta og hugur hefði stefnt til þess, eins og ég sagði í nýársávarpinu, að kveðja Bessastaði. Um leið, sem er afar óvenjulegt og ég held að hafi aldrei gerst áður þegar menn lýsa yfir framboði, sagði ég að ef að menn fyndu annan í embættið þá tæki ég því vel og fagnandi.“Tveir reyndir frambjóðendur Eftir að skoðanakönnun Fréttablaðsins þann 5. maí sýndi að Guðni Th. Jóhannesson nyti stuðnings 38 prósenta þjóðarinnar fór hann að íhuga að draga framboðið til baka. „Ég skrifaði fyrsta uppkastið að yfirlýsingu minni um að draga framboðið til baka sama dag, og endurskoðaði það næsta dag. Þegar í kjölfarið Davíð Oddsson tilkynnir á Bylgjunni að hann hafi ákveðið að fara fram þá hnigu öll rök til míns framboðs. Nú var komin upp sú ánægjulega staða að þjóðin átti kost á því að velja milli fræðimanns sem hefur mesta þekkingu allra núlifandi Íslendinga á forsetaembættinu og þess sem lengst hefur verið forsætisráðherra í lýðveldissögunni og haft samskipti við forseta, bæði Vigdísi og mig.“ Ólafur segir ákvörðunina um að draga framboðið til baka hvorki vera stuðningsyfirlýsingu við Guðna né Davíð. „Það er víðs fjarri að ég tæki nokkra afstöðu með neinum frambjóðenda. Til viðbótar við Guðna og Davíðeru í framboði þekktur rithöfundur og baráttumaður fyrir umhverfisvernd, forystukona í atvinnulífinu og annað gott fólk. Það sem skilur Davíð og Guðna frá hinum er að þeir hafa í áraraðir skapað sér sérstöðu varðandi þekkingu og samskipti við forsetaembættið. Ég tek enga afstöðu með kosningunni, ég er einfaldlega að lýsa staðreyndum.“Panama-skjölin breyttu engu Fréttir voru fluttar af því í síðustu viku að nafn Dorritar Moussaieff, eiginkonu Ólafs, væri að finna í Panama-skjölunum. Áður hafði Ólafur sagt að þau hjónin tengdust engum aflandsfélögum. Hann segir það ekki eiga þátt í ákvörðuninni um að draga framboðið til baka. „Nei, það tengist því ekki enda hefur margt af því sem hefur verið sagt ekki verið sannleikanum samkvæmt. Fjölmiðlar og aðrir hafa farið með staflausa stafi.“ Eins og hvað? „Hún hefur aldrei haft reikninga við þennan svissneska banka sem fullyrt var að hún hefði tengsl við. Hún hefur aldrei haft tengsl við þetta Jaywick-félag sem fullyrt var að hún hefði. Það eina sem á sér stað í þessu eru aðgerðir foreldra hennar á sínum tíma. Menn þurfa huga að staðreyndunum.“ Hann segist alltaf hafa tekið sína persónulegu stöðu út úr myndinni í tíð sinni sem forseti. „Það er mikilvægt að sérhver sem fær þessa ábyrgð á herðar skilji eftir vangaveltur um sína persónulega stöðu. Forseti verður að fylgja sannfæringu sinni og rökrænni greiningu á því hvað er íslenskri þjóð fyrir bestu. Þótt það sé ekki formleg skylda sitjandi forseta þá hugsar maður einnig um það þegar maður lætur af embætti að taki við nýr forseti með nægilegan stuðning til að embættinu verði áfram farsællega sinnt. Það lendi ekki í þjóðfélagslegri upplausn þar sem enginn hefur stuðning. Það sem gladdi mig við atburði síðustu daga er að nú bendir allt til þess að nýr forseti taki við með þeim sama eðlilega hætti eins og áður. Embættið sjálft og sess þess í lýðveldinu verður áfram á þeim góða stað sem það hefur verið. Ég veit að þetta er ekki formleg skylda forsetans en af því að sérhver sem gegnir embættinu fyllist virðingu gagnvart því, á vissan hátt þykir vænt um það og skilur kannski betur en aðrir að forsetaembættið er ekki bara starf.“ Ólafur heldur áfram og segir ástandið í þjóðfélaginu með þeim hætti að það skipti höfuðmáli fyrir þjóðina að forsetaembættið haldi sínum sessi. „Skoðanakannanir sýna að forystuflokkur síðustu ríkisstjórnar er með slíkt lágmarksfylgi að það er einsdæmi. Forystuflokkur núverandi ríkisstjórnar er með mjög lítið fylgi. Það hefur aldrei fyrr gerst í sögu íslenskra stjórnmála að forystuflokkar ríkisstjórnar á örfáum misserum fari niður í eins stafs tölu í fylgi. Þegar það bætist svo við að nýr flokkur sem rétt náði inn á þing fyrir þremur árum eða svo, fær álíka fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið stærsti flokkurinn í áratugi. Þar sjáum við staðfestingu þessa mikla umróts sem er í lýðræðiskerfi og stjórnmálum okkar. Þá skiptir höfuðmáli að forsetaembættið haldi sínum sessi. Þegar forsetakosningarnar fara saman við allt þetta, þá verði eðliseiginleikum forsetaembættisins og samspili þess við þjóðina og lýðveldið ekki fórnað í þessu umróti. Sem betur fer tel ég í dag að það sé engin hætta á því. Þess vegna er ég svona glaður. Vegna þess að ég verð að skilja við embættið á þann hátt að þjóðin með góðum hætti finni sér nýjan forseta og hann geti tekið við á þann hátt að embættið sé sterkt, samband þess við þjóðina traust og forseti skilji sig frá þessari hringiðu sem einkennir flokkana, Alþingi og þann þátt lýðræðiskerfis.“Sér ekki eftir framboðinu Sérðu eftir að hafa boðið þig fram í sjötta sinn á dögunum og hætt svo við? „Nei, alls ekki. Ég vildi ekki hlaupa frá borði, á dögum og vikum þar sem nánast allt lék á reiðiskjálfi hvað snertir hefðbundna stöðu lýðveldisins,“ segir hann. „Þegar litið er til baka þá má segja að þessi ákvörðun mín, að grípa inn í þetta tómarúm varðandi forsetaembættið, hafi hjálpað til við að skapa atburðarás sem leiddi svo til þess að nokkrum vikum síðar var þjóðin farin að þjappa sér saman um aðra frambjóðendur.“ Sumir hafa sagt ósanngjarnt að þú hafir stigið fram, troðið á þeim sem vildu bjóða sig fram en ekki gegn sitjandi forseta? Fjórir hættu við. „Ég get ekki tekið neina afstöðu til þess enda sýna dæmin og sagan að fólk myndar sér skoðanir um forseta og frambjóðendur óháð því hvað sitjandi forseti gerir. Menn studdu Þóru Arnórsdóttur hér fyrir fjórum árum, þriðjungur kjósenda. Hreyfingin um framboð hennar var sterk þó að í gangi væri mikill þrýstingur á mig um að halda áfram. Margt af þessu góða fólki sem þið nefnið núna hafði haft nokkra mánuði til þess að afla sér stuðnings. Við sjáum hvað gerst hefur þegar fram koma núna Guðni og Davíð; það þarf ekkert mjög langan tíma til þess að fá umtalsvert fylgi. Þannig ég get á engan hátt axlað ábyrgð gagnvart þessu góða fólki vegna þess að samband þess við kjósendur eða sambandsleysi byggðist á þeim sjálfum. Sagan sýnir að þú getur ekki byggt stuðning í forsetakosningum á því hvað aðrir gera. Þú verður að gera það í krafti eigin verðleika.“ Skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því á miðvikudag sýndi að Guðni Th. er með tæplega 70 prósenta fylgi. Manstu eftir viðlíka niðurstöðum skoðanakannana? „Það er nú ein hliðstæða t.d. gagnvart sjálfum mér. Í aðdraganda kosninganna 1996 þá held ég að ein skoðanakönnun 6 til 7 vikum fyrir kosningar hafi sýnt að ég var með yfir 70 prósent. Ferill skoðanakannana í kosningum hefur oft sýnt stórar sveiflur. En ég ætla nú ekki meðan ég er í embætti að fara verða álitsgjafi um skoðanakannanir.“Dorrit gleðst yfir frelsinu Ólafur segir eiginkonu sína, Dorrit, vera ánægða með þá ákvörðun hans að draga framboð sitt til baka. „Hún var þeirrar skoðunar að ákvörðunin um áramótin væri rétt. Eins og allir hljóta að skilja hefur það verið flókið að ég er hér að sinna minni vinnu á Íslandi og hún annars staðar. Skyldur forsetaembættisins eru þannig að dagskrá er ákveðin oft ár fram í tímann. Maður hefur ekki frelsi eins og aðrir. Svo að sérhver sem gegnir þessu embætti, og ég er ekki að kvarta, það er bara veruleikinn. Hann og fjölskylda hans afsala sér umtalsverðu frelsi. Þess vegna erum við glöð, ekki bara ég og Dorrit heldur börnin mín og barnabörn. Að geta farið að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir og notið lífsins. Haft frelsi.“Þú sem ert vanur þéttri dagskrá, hvað ætlarðu að gera? „Ég haf alltaf haft áhuga á mörgu. Það eru mörg viðfangsefni. Bæði varðandi norðurslóðir, baráttu gegn loftslagsbreytingum, eflingu hreinnar orku, rannsóknir og fræði, sem ég mun sinna af krafti.“ Muntu sækjast eftir einhverju embætti? „Nei. Þið megið ekki gleyma að ég verð 73 ára eftir nokkra daga,“ segir Ólafur og hlær. „Ég hef hins vegar fengið óskir, frá íslenskum aðilum og erlendum, um að koma að verkefnum. Ég var skipaður í sérstaka nefnd í verkefninu Sustainable Energy For All sem miðast að því að breyta orkukerfum allra landa, til hreinnar orku,“ segir Ólafur. Hann segist einnig munu halda áfram að vinna að málefnum norðurslóða.Það var enginn annar Aðspurður hverju hann sé stoltastur af á forsetaferlinum segir Ólafur fimm meginþætti efst á baugi. Efling lýðræðis með því að skjóta málum til þjóðaratkvæðisgreiðslu er sá fyrsti. Þá nefnir hann að fara fram og verja hagsmuni Íslands í kjölfar hrunsins. „Þegar reynt var að brjóta okkur á bak aftur með margvíslegum hætti. Íslenska markið stóð opið og hver sem er gat sparkað boltanum í það og enginn var til varnar. Þá taldi ég nauðsynlegt að stíga það skref sem er mjög óvenjulegt og sumir hefðu getað sagt með nokkrum rökum óeðlilegt fyrir forseta. Það var bara enginn annar. Að fara í alla helstu fjölmiðla heimsins og verja Ísland og færa fram okkar rök og málstað.“ Ólafur nefnir framlagið til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, málefni norðurslóða og eflingu tengsla við Kína, sem hann hefur þó hlotið talsverða gagnrýni fyrir, og annarra landa í Asíu. „Ég er ekki bara að tala um Kína, heldur Indland, Kóreu, Singapúr, o.s.frv. Vegna þess að Asía er og verður helsta aflvélin í hagkerfi heimsins. Ég taldi rétt fyrir Íslendinga að búa í haginn fyrir 21. öldina og efla tengslin við þessi ríki.“Persónulegur fórnarkostnaður Erfiðast á ferlinum segir hann ákvarðanirnar um Icesave.Varstu beittur þrýstingi? „Það er vægt til orða tekið.“Var þér hótað? „Það fer eftir því hvað þið kallið hótanir, en förum aftur í tímann. Það var umsátur um Ísland, öll Norðurlönd, allar ríkisstjórnir í ESB voru á móti okkar málstað. Vildu knýja okkur til að semja við Breta og Hollendinga. Í stjórn AGS var því valdi Evrópuríkjanna beitt að við fengum ekki fyrirgreiðslu, sem við áttum rétt á, nema við beygðum okkur undir nauðasamninga við þessar þjóðir. Jafnframt voru margir fremstu sérfræðingar og álitsgjafar þessa lands sem sögðu að ef ég leyfði þjóðinni að kjósa um þetta mál væri ég að dæma Ísland til eilífrar útskúfunar úr fjármálakerfi heimsins. Merkimiðinn Kúba norðursins var þekkt í þeirri umræðu. Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn var ekki bara á móti mér – heldur harkalega á móti mér. Í þessari stöðu var erfitt að taka þá ákvörðun að færa þetta vald til fólksins. Þessi kraftur erlendra ríkja og innlendra afla var slíkur að ég held ég geti fullyrt að það hafi ekki nokkur maður í sögu Íslands verið beittur öðrum eins þrýstingi í nokkru máli eins og ég í Icesave-málinu.“ Hann segir þessa daga í lok árs 2009 og ársbyrjun 2010 erfiðustu stundir sem hann hafi þurft að fara í gegnum. „Ég vona að enginn forseti og þjóðin eigi aldrei aftur eftir að standa frammi fyrir því, ég veit manna best hvað var í húfi og hvað þetta var erfitt.“ Hvernig var þessum þrýstingi beitt? „Ef þið viljið dæmi, þá settust Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, og Mogens Lykketoft, fyrrverandi forseti danska þingsins og ráðherra til margra ára, í vikulegan umræðuþátt sinn í danska sjónvarpinu sem allur gekk út á hvers konar fífl þessi forseti á Íslandi væri. Rökkuðu mig niður fyrir framan danska þjóð því ég vildi ekki klappa upp þennan samning. Ég gæti talið upp fjölmörg önnur dæmi, auk þess eins og ég hef sagt áður, að kjarninn í þeirri stuðningsmannasveit sem bar uppi sigur minn 1996, var æf út af þessari ákvörðun. Það hefur kostað mig það að ýmsir af gömlum vinum mínum og stuðningsmönnum til margra ára hafa ekki talað við mig síðan. Þannig að fórnarkostnaður forseta Íslands í ákvörðunum af þessu tagi getur líka verið persónulegur.“Úrelt lög þjóðskrár Nú munt þú flytja af Bessastöðum í sumar, hvert flytjið þið? „Dorrit hefur verið með sitt gamla heimili í London og ég keypti fyrir fjórum árum hús á fallegum stað í Mosfellsbæ. Ég reikna með að þessir tveir staðir verði aðalvistarverur okkar. Það á nú eftir að koma í ljós hvað við verðum lengi í London, eða hér. Síðan eru ýmis verkefni sem eru þess eðlis á alþjóðavettvangi að ég verð töluvert á ferðalagi.“ Það hefur verið gagnrýnt að þið hafið ekki sama lögheimili, ætlið þið að búa saman þegar þú lætur af embætti? „Það er eins með okkur og hundruð Íslendinga, ef að makinn þarf að vera lengi í burtu vegna atvinnu sinnar og aðstæður eru þannig að hann eða hún verða að skrá lögheimili sitt í því landi sem vinnan er stunduð í, þá leyfir þjóðskrá þér ekki annan reit. Sem mér finnst gamaldags. Við búum í veröld þar sem makar vinna langt hver frá öðrum,“ segir hann. „Einfaldlega vegna þess að starf hjóna í dag, þegar konur eru jafn vel menntaðar og hæfar til að sinna störfum og karlar, þá er þetta gamla kerfi að kona fylgi karlinum úrelt lög.“Engin klíka í kringum forsetann Ólafur segir ýmislegt hafa setið á hakanum frá því hann varð forseti. Til dæmis hafi hann ekki ræktað vinasambönd við gamla vini. „Ég á trausta og góða vini. Hins vegar verður að segjast eins og er, að á þessum 20 árum hefur ekki gefist mikill tími til að rækta þá. Þegar Guðrún Katrín lést tók ég þá ákvörðun að veita dætrum mínum og fjölskyldum þeirra algjöran forgang. Svo kom Dorrit til sögunnar og það sama gilti um hana. Ákvörðun mín eftir þessa hryllilegu reynslu með Guðrúnu Katrínu að gefa fjölskyldunni og okkur sjálfum allan þann lausa tíma sem við hefðum hefur orðið til þess að ég hef haft minni tíma til að rækta góð vinasambönd,“ segir hann alvarlegur. „Það er auðvitað eitt af því sem nýr forseti mun reyna, þegar embættið fær sinn daglega takt að annirnar eru þess eðlis að það verður ekki mikill tími fyrir annað. Síðan ef forsetinn fer að rækta sérstaklega vini sína og eiga með þeim samverustundir, þá búum við Íslendingar í þannig samfélagi að slíkt yrði ekkert leyndarmál. Það yrði ákveðin hætta á því að menn teldu að það væri klíka í kringum forsetann. Sérstaklega fyrir einstakling eins og mig sem kom af vettvangi stjórnmála. Þá var mikilvægt að sýna það í verki að það væri ekki í kringum mig hópur fólks sem hefði verið samferða mér áður og fylgdi mér til Bessastaða. Það getur verið nauðsynlegt fyrir forseta sem er allra, að búa ekki til sérhóp sem njóti forréttinda varðandi aðgang að forsetanum eða sé vinaklíka í kringum forsetann.“ Ólafur Ragnar hefur í gegnum tíðina ekki farið varhluta af slúðursögum. „Ég læt það sem vind um eyrun þjóta. Ég hafði verið á vettvangi þjóðmála í langan tíma áður en ég varð forseti, það var nú margt um mig sagt þegar ég var fjármálaráðherra,“ segir hann og rifjar upp þegar Gísli Rúnar lék hann eftirminnilega sem Skattmann í áramótaskaupinu eitt árið. „Það var ekkert alltaf auðvelt fyrir dætur mínar litlar á Seltjarnarnesi, þar sem meginþorri fólks hafði aðrar stjórnmálaskoðanir en ég, að vera dætur pabba síns. Ég hef langa reynslu og við af því að láta svona umtal ekki á mig fá. Það var fyndið þetta með Skattmann, því þetta átti að vera mér til háðungar, en svo nokkrum dögum síðar fór ég í sund og þá hópuðust til mín skólakrakkar, fullir aðdáunar, því Súperman var þeirra hetja og ég áttaði mig á því að þetta hafði skapað mér gríðarlegar vinsældir meðal nýs hóps,“ segir hann hlæjandi.Lætur umtalið ekki á sig fá „Ég hef oft sagt við þá sem eru að taka til starfa á vettvangi þjóðmála, og þeir taka nærri sér alls konar umræður sem eru byggðar á rangfærslum eða illvilja að þeir eiga að temja sér hugarfar mannsins sem stendur á fljótsbakkanum. Það er drasl og rusl sem flýtur á fljótinu og ef maður byrjar að æsa sig yfir því þá gerir maður ekkert annað. Ef maður stendur kyrr og heldur sig við sitt, þá flýtur þetta fram hjá. Menn þurfa að fylgja sinni sannfæringu og láta ekkert hagga sér af þessu tagi.“ Hann segir umræðuna hafa breyst með tilkomu netsins. „Í gamla daga fyrir netið, þegar maður fór í leiðangra til þess að kynna sér almenningsálitið fór maður í beitiskúrana eða í kaffi til hafnarverkamannanna hjá Dagsbrún. Þetta voru aðallega karlar, en þeir helltu sér yfir mann, og sögðu til dæmis: Ertu nú kominn, helvítis fíflið þitt? Og sumt á netinu er eins og menn séu komnir aftur í beitiskúrinn og allir séu í beitiskúrunum, dag og nótt. En ef þú fékkst eldskírn eins og ég fékk fyrir mörgum áratugum í beituskúrunum og hjá hafnarverkamönnunum, þá er þetta nú bara eins og jólaball.“ Hann hlær.Forsetinn mikilvægur Sumir hafa viðrað þá skoðun að leggja eigi niður embætti forsetans. Þar á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sagði að forsetinn ætti bara að sinna kokteilboðum. Ólafur er ekki sammála. „Það er einfaldlega röng sýn, að forsetinn sé veislustjóri og sitji sífellt í málsverðum. Forseti Íslands sinnir mikilli vinnu.“ Hann segir mikilvægt að hafa þjóðhöfðingja þegar kemur að alþjóðasamskiptum. „Það er mikilvægt að eiga aðgang að manni sem ber ábyrgð gagnvart kjósendum en er ekki háður flokkum. Hver sem er getur knúið dyra hjá forsetanum og borið upp vonir, viðfangsefni, kvartanir og væntingar og telur það sér til framdráttar að geta nálgast forsetann með þessum hætti því honum finnst dyr annarra kjörinna fulltrúa lokaðar eða erfitt að fá áheyrn. Síðan hefur reyndin sýnt að það geta komið upp tímar að Alþingi takist illa eða alls ekki að mynda ríkisstjórn. Þá er það ekki Alþingi sem ber ábyrgð á að landið verði stjórnlaust, það er forsetinn. Þegar menn eru að segja að forseti þingsins geti gegnt þessu, og ég ber virðingu fyrir forseta Alþingis, er hann ávallt kosinn í flokkspólitískri kosningu. Eru menn þá að segja um leið að þjóðhöfðinginn á Íslandi eigi að vera einhver aukageta hjá flokkspólitískum forseta Alþingis? Þjóðin myndi aldrei sætta sig við það. Það er mikilvægt að eiga kjörinn fulltrúa sem er ekki í framboði fyrir flokk.“
Alþingi Föstudagsviðtalið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira