Gleymdist að auglýsa meirihluta friðlýsinga Sveinn Arnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Hafnargarðurinn á Austurbakka 2 er dæmi um friðlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira