Línan er væntanleg í verslanir H&M út um allan heim þann 3 nóvember næstkomandi en verður hrint af stað með tískusýningu um miðjan október.
Franska tískuhúsið Kenzo hefur verið á mikilli uppsveiflu undanfarin ár eftir smá lægð og er þekkt sem litríkt, ferskt og líflegt fatamerki sem fer ótroðnar slóðir í hönnun sinni. Þá hafa þau helst verið vinsæl fyrir einfaldar peysur og boli með lógóinu sínu framan á. Litadýrð og munstur einkenna merkið og því um ansi ólíkt samstarf frá Balmain í fyrra en sú lína var gífurlega vinsæl og seldist upp um leið.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu samstarfi þróast og er enginn vafi að það verða einhverjar raðirnar fyrir utan verslanir H&M út um allan heim þann 3 nóvember.