Facebook ætlar að gera breytingar á Trending topics svæði samfélagsmiðilsins. Það verður gert þrátt fyrir að innri rannsókn fyrirtækisins hafi ekki fundið pólitíska slagsíðu eftir ásakanir um að starfsmenn Facebook handveldu fréttir til að sýna á svæðinu.
Í tilkynningu frá Facebook segir að stjórnendur verði þjálfaðir betur og að þeim verði sett betri viðmið. Fyrrum verktaki hjá fyrirtækinu sakaði þá um að gefa fréttum um málefni hægri sinnaðra í Bandaríkjunum ekki pláss á svæðinu.
Öldungaþingmenn Repúblikana kröfðust þess að Facebook útskýrði mál sitt. Þá fundaði Mark Zuckerberg með rúmlega tólf leiðtogum Repúblikana og fjölmiðlamönnum um málið í síðustu viku.
Facebook gerir breytingar

Tengdar fréttir

Kanye West tók yfir og lét heiminn og Zuckerberg heyra það
Rapparinn Kanye West var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í vikunni og fór kappinn mikinn í þættinum.

Facebook síðan þín mun líta öðruvísi út í dag
Fyrirtæki og fjölmiðlar eiga erfitt með að deila efni á stærsta samfélagsmiðli heims.