Bóndinn á Unaósi hefur engan tíma til að fagna Útsvarssigri Bjarki Ármannsson skrifar 21. maí 2016 12:38 Sigurlið Fljótsdalshéraðs. Frá vinstri: Björg Björnsdóttir, Þorsteinn Bergsson og Hrólfur Eyjólfsson. Mynd/RÚV „Þetta var mjög sætt,“ segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi og nýkrýndur sigurvegari í spurningakeppninni Útsvari. Þorsteinn er landsmönnum kunnugur fyrir framgöngu sína í sjónvarpsþættinum með liði Fljótsdalshéraðs, sem bar í gær sigurorð af Reykvíkingum í úrslitaviðureigninni. Sennilega hefur enginn keppt fleiri viðureignir í Útsvari en Þorsteinn, sem tekið hefur þátt í sjö skipti af þeim níu sem keppnin hefur verið haldin og fjórum sinnum ratað alla leið í úrslit. Þetta er þó í fyrsta sinn sem lið hans hreppti Ómarsbjölluna eftirsóttu. „Þau voru nú eitthvað að spyrja mig í gær hvað ég hefði verið í mörgum leikjum,“ segir Þorsteinn. „Ég mundi það nú ekki en ég fór að hugsa eftir á að vinningshlutfallið hlýtur að vera nokkuð gott. Þó að úrslitaleikirnir hafi óþarflega oft tapast.“ Þorsteinn er glaður í bragði þegar blaðamaður nær af honum tali, enda fullt tilefni til. Sonur hans útskrifast í dag úr menntaskóla og verður veisla honum til heiðurs síðar í dag. Þá er sauðburður í fullum gangi á Unaósi og því nánast enginn tími til að fagna sigri í spurningakeppni. „Maður vill nú ekki skyggja á strákinn, þetta er hans dagur,“ segir Þorsteinn kátur. „Svo fengum við nú bara íhlaupamann í dag til að sinna sauðburðinum, því það mátti enginn í fjölskyldunni vera að því.“ Ofan á allt annað þurfti Þorsteinn fyrr í dag að skreppa upp í Hallormsstaðaskóg til að sinna skyldum sínum sem formaður Briddssambands Austurlands. Þar þurfti nefnilega að setja stórt briddsmót. „Þeir héldu reyndar að ég myndi ekki mæta, þannig að það var annar búinn að því,“ segir Þorsteinn og hlær. „En ég lét allavega sjá mig þar og briddsspilarar tóku vel á móti mér.“ Þó að lítill tími hafi gefist til að fagna sigrinum segir Þorsteinn að héraðsfólk sé mjög sátt með sigurinn og að allir sem hann hafi hitt í dag hafi klappað honum á bakið. Hann segist frekar hafa hugsað sér að hætta þátttökunni í Útsvar en ekki, nú þegar sigur hefur loks unnist. Hann útilokar þó ekkert. „Maður veit svosem ekki hvort það verður eitthvað herjað á mig næsta haust,“ segir hann. „Það er eins og með forsetaframbjóðendurna, maður á kannski erfitt með að standast áskoranirnar.“ Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Þetta var mjög sætt,“ segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi og nýkrýndur sigurvegari í spurningakeppninni Útsvari. Þorsteinn er landsmönnum kunnugur fyrir framgöngu sína í sjónvarpsþættinum með liði Fljótsdalshéraðs, sem bar í gær sigurorð af Reykvíkingum í úrslitaviðureigninni. Sennilega hefur enginn keppt fleiri viðureignir í Útsvari en Þorsteinn, sem tekið hefur þátt í sjö skipti af þeim níu sem keppnin hefur verið haldin og fjórum sinnum ratað alla leið í úrslit. Þetta er þó í fyrsta sinn sem lið hans hreppti Ómarsbjölluna eftirsóttu. „Þau voru nú eitthvað að spyrja mig í gær hvað ég hefði verið í mörgum leikjum,“ segir Þorsteinn. „Ég mundi það nú ekki en ég fór að hugsa eftir á að vinningshlutfallið hlýtur að vera nokkuð gott. Þó að úrslitaleikirnir hafi óþarflega oft tapast.“ Þorsteinn er glaður í bragði þegar blaðamaður nær af honum tali, enda fullt tilefni til. Sonur hans útskrifast í dag úr menntaskóla og verður veisla honum til heiðurs síðar í dag. Þá er sauðburður í fullum gangi á Unaósi og því nánast enginn tími til að fagna sigri í spurningakeppni. „Maður vill nú ekki skyggja á strákinn, þetta er hans dagur,“ segir Þorsteinn kátur. „Svo fengum við nú bara íhlaupamann í dag til að sinna sauðburðinum, því það mátti enginn í fjölskyldunni vera að því.“ Ofan á allt annað þurfti Þorsteinn fyrr í dag að skreppa upp í Hallormsstaðaskóg til að sinna skyldum sínum sem formaður Briddssambands Austurlands. Þar þurfti nefnilega að setja stórt briddsmót. „Þeir héldu reyndar að ég myndi ekki mæta, þannig að það var annar búinn að því,“ segir Þorsteinn og hlær. „En ég lét allavega sjá mig þar og briddsspilarar tóku vel á móti mér.“ Þó að lítill tími hafi gefist til að fagna sigrinum segir Þorsteinn að héraðsfólk sé mjög sátt með sigurinn og að allir sem hann hafi hitt í dag hafi klappað honum á bakið. Hann segist frekar hafa hugsað sér að hætta þátttökunni í Útsvar en ekki, nú þegar sigur hefur loks unnist. Hann útilokar þó ekkert. „Maður veit svosem ekki hvort það verður eitthvað herjað á mig næsta haust,“ segir hann. „Það er eins og með forsetaframbjóðendurna, maður á kannski erfitt með að standast áskoranirnar.“
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið