Hermann nánast orðlaus: Þetta var miklu verra en blaut tuska Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. maí 2016 21:46 Hermann átti nánast engin orð að leik loknum, slíkt var svekkelsið. vísir/valli Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld en Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum uppbótartíma. Þeir sem þekkja Eyjamanninn vita að það gerist ekki oft að hann skorti orð. „Þetta var miklu, miklu meira en einhver blaut tuska. Blaut tuska hefði verið fín miðað við þetta,“ sagði Hermann. Fylkismenn lentu undir í upphafi leiksins en voru eftir það sterkari aðilinn og hefðu í raun átt að gera út um hann. „Við höfum fundið góðan takt í síðustu þremur leikjum. Það hafa verið flottir leikir þar sem við höfum verið betri aðilinn, liðið vel, verið flottir út á velli og haft gaman af þessu. Það hélt áfram í dag. Við börðumst fyrir hvorn annan og spiluðum sem lið.“ Hefðu lærisveinar Hermanns haldið út nokkrum sekúndum lengur hefðu þeir landað fyrsta sigri sumarsins en það gekk ekki í dag. „Þetta er eitthvað á móti manni. Við fengum það mörg færi að við eigum að vera löngu búnir að ganga frá þessum leik. Ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að haga mér.“ Tæplega 1300 áhorfendur mættu á Floridana-völlinn í sólskinið sem boðið var upp á í kvöld. „Maður verður að hrósa stuðningsmönnunum. Við höfum ekki unnið fyrir því í fyrstu tveimur heimaleikjunum. Við sýndum og sönnuðum það í dag að það er hrikalegt hjarta í þessu liði, geta, liðsheild og barátta. Það voru helvítis læti í okkur allan tímann og þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Hermann afar svekktur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Það var nánast orðlaus Hermann Hreiðarsson sem ræddi við blaðamenn að loknum leik Fylkis og Fjölnis í Pepsi-deild karla í kvöld en Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum uppbótartíma. Þeir sem þekkja Eyjamanninn vita að það gerist ekki oft að hann skorti orð. „Þetta var miklu, miklu meira en einhver blaut tuska. Blaut tuska hefði verið fín miðað við þetta,“ sagði Hermann. Fylkismenn lentu undir í upphafi leiksins en voru eftir það sterkari aðilinn og hefðu í raun átt að gera út um hann. „Við höfum fundið góðan takt í síðustu þremur leikjum. Það hafa verið flottir leikir þar sem við höfum verið betri aðilinn, liðið vel, verið flottir út á velli og haft gaman af þessu. Það hélt áfram í dag. Við börðumst fyrir hvorn annan og spiluðum sem lið.“ Hefðu lærisveinar Hermanns haldið út nokkrum sekúndum lengur hefðu þeir landað fyrsta sigri sumarsins en það gekk ekki í dag. „Þetta er eitthvað á móti manni. Við fengum það mörg færi að við eigum að vera löngu búnir að ganga frá þessum leik. Ég hreinlega veit ekki hvernig ég á að haga mér.“ Tæplega 1300 áhorfendur mættu á Floridana-völlinn í sólskinið sem boðið var upp á í kvöld. „Maður verður að hrósa stuðningsmönnunum. Við höfum ekki unnið fyrir því í fyrstu tveimur heimaleikjunum. Við sýndum og sönnuðum það í dag að það er hrikalegt hjarta í þessu liði, geta, liðsheild og barátta. Það voru helvítis læti í okkur allan tímann og þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Hermann afar svekktur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fjölnir 2-2 | Fylkir grátlega nálægt fyrsta sigri sumarsins Fylkismenn voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið tók á móti Fjölni. Lokatölur leiksins urðu 2-2. 30. maí 2016 22:45