Mercedes Benz sýnir rafmagnsbíl í París Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 10:25 Mercedes Benz sér framtíðina í rafmagnsbílum. Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn. Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent
Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn.
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent