Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2016 19:21 Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39