Eiga íslenskar konur að vera í svörtu? Ritstjórn skrifar 4. júní 2016 09:30 Litadýrðin frá pöllunum. Glamour/Getty Einhverra hluta vegna er svarti liturinn ríkjandi í fataskápum landsmanna. Hvers vegna? er spurning sem Glamour freistar þess að finna svör við í nýjasta tölublaði sínu sem er tileinkað litum og litagleði. Hér má sjá lesa smá brot af fróðlegri umfjöllun en blaðið má finna í öllum helstu verslunum. Hefur þessi ást okkar hér á landi á svörtum lit eitthvað með skammdegið sem umlykur landið mestan part ársins að gera? Erum við einfaldlega hrædd við liti eða er það bara vegna tímaskorts sem svarti liturinn verður oftast fyrir valinu?Tímafrekara að klæða sig í litiEru íslenskar konur gjarnari á að klæðast svörtu því þær vilja frekar klæða sig í takt við skammdegið og veðurfarið hér á landi eða hafa fatavenjur Íslendinga breyst í gegnum árin? Glamour tók Steinunni Sigurðardóttur, fremsta fatahönnuð Íslands, tali en hún veit hvað hún syngur þegar kemur að litasamsetningum og fatavali.„Sigurður málari talaði um að íslenskar konur ættu að vera í svörtu, það hefði með landið að gera, og ég er í sjálfu sér sammála honum. Ég á Íslandi klæði mig mikið í svartan lit. Þegar ég bjó og vann erlendis var það alls ekki þannig, fataskápurinn minn var eins ljós og hægt var að hugsa sér og ég klæddi mig í alls konar liti,“ segir Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður aðspurð hver sé ástæðan fyrir því að íslenskar konur velji gjarna flíkur í svörtum lit umfram aðra liti og hvort hræðsla við liti einkenni fatastíl okkar.Oft helst litaval og samsetningar í hendur við hvað viðkomandi gerir dagsdaglega. Óvísindalega könnun Glamour leiddi í ljós að konur í valdameiri stöðum klæðast gjarna dekkri tónum. „Obama fer alltaf í sömu tegund af jakkafötum og skyrtu, það eina sem hann tekur ákvörðun um á morgnana er bindið. Hann segir að það sé einungis hægt að taka visst margar ákvarðanir yfir daginn og með þessu þá spari hann ákvarðanirnar sem hann annars hefði eytt í fatnað. Ég veit ekki hvort þetta er rétt hjá honum en ef það virkar fyrir hann er það alveg frábært. Ég vona að konur eða karlmenn í valdameiri stöðum hér á landi klæði sig eins og þeim finnst best að vera á hverjum degi,“ segir Steinunn. Hún er ósammála því að við klæðumst minna af litum eftir því sem við eldumst. „Nei, ég get ekki tekið undir það, móðir mín klæðir sig ákaflega vel og fallega og nýtur þess að fara í liti þess á milli. Ég held að þetta sé bara spurning um ákvörðunina um hvernig þú ætlir að klæða þig.“Jóga Gnarr Jóhannsdóttir hefur mikið velt litum fyrir sér. Jóga segir liti hafa áhrif á okkur í daglegu lífi en er ekki sammála þeirri staðhæfingu að íslenskar konur klæði sig helst í svartan fatnað. „Litir hafa áhrif, ekki spurning. En það er ekki endilega að endurspeglast í því hvernig við klæðum okkur. Við getum verið rosa hress og kát en í öllu svörtu. Þetta er bara tískan í dag, að klæðast flíkum í svörtum lit. Þetta er eins og með jakkafötin og karlana, það er ákveðið vörumerki að vera í öllu svörtu,“ segir Jóga sem hefur fylgst með straumum og stefnum tískunnar frá því að hún var unglingur þegar hún vann í Karnabæ og síðar í Flónni og sem stofnandi og eigandi Skaparans. Jóga segir að við eigum að finna orkuna í litunum sem eru allt í kringum okkur, í náttúrunni. „Þar er að finna litagleði sem erfitt er að herma eftir. Til dæmis í fjöðrum fugla þar sem blandast saman hinir ólíkustu litir með stórkostlegri útkomu. Það er eins og að reyna að mála eftir málverki.“Greinina í heild sinni má lesa í maíblaði Glamour, sem er komið í allar helstu verslanir. Einnig er hægt að tryggja sér áskrift hér, með því að senda póst á [email protected] eða í síma 512 5550. Nýtt og litríkt Glamour er komið í verslanir, stútfullt af litríku efni. Tryggðu þér eintak strax #glamouriceland A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 18, 2016 at 8:24am PDT Glamour Tíska Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour NYX opnar snyrtivöruverslun á Íslandi Glamour Bestu sýningarnar á tískuvikunni í New York Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Glitrandi varalitur Naomi Campbell fer á sölu í dag Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour
Einhverra hluta vegna er svarti liturinn ríkjandi í fataskápum landsmanna. Hvers vegna? er spurning sem Glamour freistar þess að finna svör við í nýjasta tölublaði sínu sem er tileinkað litum og litagleði. Hér má sjá lesa smá brot af fróðlegri umfjöllun en blaðið má finna í öllum helstu verslunum. Hefur þessi ást okkar hér á landi á svörtum lit eitthvað með skammdegið sem umlykur landið mestan part ársins að gera? Erum við einfaldlega hrædd við liti eða er það bara vegna tímaskorts sem svarti liturinn verður oftast fyrir valinu?Tímafrekara að klæða sig í litiEru íslenskar konur gjarnari á að klæðast svörtu því þær vilja frekar klæða sig í takt við skammdegið og veðurfarið hér á landi eða hafa fatavenjur Íslendinga breyst í gegnum árin? Glamour tók Steinunni Sigurðardóttur, fremsta fatahönnuð Íslands, tali en hún veit hvað hún syngur þegar kemur að litasamsetningum og fatavali.„Sigurður málari talaði um að íslenskar konur ættu að vera í svörtu, það hefði með landið að gera, og ég er í sjálfu sér sammála honum. Ég á Íslandi klæði mig mikið í svartan lit. Þegar ég bjó og vann erlendis var það alls ekki þannig, fataskápurinn minn var eins ljós og hægt var að hugsa sér og ég klæddi mig í alls konar liti,“ segir Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður aðspurð hver sé ástæðan fyrir því að íslenskar konur velji gjarna flíkur í svörtum lit umfram aðra liti og hvort hræðsla við liti einkenni fatastíl okkar.Oft helst litaval og samsetningar í hendur við hvað viðkomandi gerir dagsdaglega. Óvísindalega könnun Glamour leiddi í ljós að konur í valdameiri stöðum klæðast gjarna dekkri tónum. „Obama fer alltaf í sömu tegund af jakkafötum og skyrtu, það eina sem hann tekur ákvörðun um á morgnana er bindið. Hann segir að það sé einungis hægt að taka visst margar ákvarðanir yfir daginn og með þessu þá spari hann ákvarðanirnar sem hann annars hefði eytt í fatnað. Ég veit ekki hvort þetta er rétt hjá honum en ef það virkar fyrir hann er það alveg frábært. Ég vona að konur eða karlmenn í valdameiri stöðum hér á landi klæði sig eins og þeim finnst best að vera á hverjum degi,“ segir Steinunn. Hún er ósammála því að við klæðumst minna af litum eftir því sem við eldumst. „Nei, ég get ekki tekið undir það, móðir mín klæðir sig ákaflega vel og fallega og nýtur þess að fara í liti þess á milli. Ég held að þetta sé bara spurning um ákvörðunina um hvernig þú ætlir að klæða þig.“Jóga Gnarr Jóhannsdóttir hefur mikið velt litum fyrir sér. Jóga segir liti hafa áhrif á okkur í daglegu lífi en er ekki sammála þeirri staðhæfingu að íslenskar konur klæði sig helst í svartan fatnað. „Litir hafa áhrif, ekki spurning. En það er ekki endilega að endurspeglast í því hvernig við klæðum okkur. Við getum verið rosa hress og kát en í öllu svörtu. Þetta er bara tískan í dag, að klæðast flíkum í svörtum lit. Þetta er eins og með jakkafötin og karlana, það er ákveðið vörumerki að vera í öllu svörtu,“ segir Jóga sem hefur fylgst með straumum og stefnum tískunnar frá því að hún var unglingur þegar hún vann í Karnabæ og síðar í Flónni og sem stofnandi og eigandi Skaparans. Jóga segir að við eigum að finna orkuna í litunum sem eru allt í kringum okkur, í náttúrunni. „Þar er að finna litagleði sem erfitt er að herma eftir. Til dæmis í fjöðrum fugla þar sem blandast saman hinir ólíkustu litir með stórkostlegri útkomu. Það er eins og að reyna að mála eftir málverki.“Greinina í heild sinni má lesa í maíblaði Glamour, sem er komið í allar helstu verslanir. Einnig er hægt að tryggja sér áskrift hér, með því að senda póst á [email protected] eða í síma 512 5550. Nýtt og litríkt Glamour er komið í verslanir, stútfullt af litríku efni. Tryggðu þér eintak strax #glamouriceland A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 18, 2016 at 8:24am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour NYX opnar snyrtivöruverslun á Íslandi Glamour Bestu sýningarnar á tískuvikunni í New York Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Glitrandi varalitur Naomi Campbell fer á sölu í dag Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour Hliðarspeglatöskur og bílamottupils Glamour