Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2016 08:50 Fyrstu laxarnir hafa sýnt sig í Blöndu. Mynd úr safni Blanda er án nokkurs vafa ein skemmtilegasta áin til að veiða við opnun veiðitímabilsins enda eru stóru laxarnir gjarnan fyrstir á ferð. Blanda opnar 5. júní og þeir sem eiga dagana í opnun eru trúlega orðnir spenntir eins og gefur að skilja. Varla minnkar spennan þegar fréttir af fyrstu löxunum koma að norðan en þegar Guðmundur Haukur Jakobsson veiðimaður á Blönduósi kíkti í ánna sá hann greinilega 14-16 punda lax sem lá í Holunni. Sá var bjartur og nýrunninn og nokkuð víst að hann hefur ekki verið einn á ferð. Alls komu 4829 laxar á land úr Blöndu í fyrra sem var í alla staði frábært ár og vonir veiðimanna fyrir komandi tímabili þess vegna góðar þó svo að engin tenging sé á milli veiði á milli ára en veiðimenn eru bjartsýnir engu að síður og það sést fljótlega hversu mikill kraftur verður í göngunum. Blanda skiptist í fjögur svæði og er neðsta svæðið, svæði 1, þeirra þekktast. Svæði 3 og 4 eru síðan mjög vinsæl enda eru aðstæður, veiðistaðir og umhverfi gjörólíkt neðri hlutanum af ánni. Síðan er það svæði 2 sem er líklega eitt vanmetnasta svæðið í Blöndu. Þarna fer allur lax um sem þarf að komast á efri svæðin en samt er lítið sótt í leyfi, til þess að gera, miðað við ásókn á hin svæðin. Þarna eru flottar breiður sem gaman er að kasta í og veiðivonin er góð. Það sem kannski helst hefur haldið aftur af mönnum er að svæðið er langt og misvel merkt. Það er þó til nokkuð greinargóð lýsing á bestu stöðunum og á hvaða tíma dags er best að veiða þá og var þessi veiðistaðalýsing skrifuð á sínum tíma af Þorsteini Hafþórssyni leiðsögumanni við Blöndu. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði
Blanda er án nokkurs vafa ein skemmtilegasta áin til að veiða við opnun veiðitímabilsins enda eru stóru laxarnir gjarnan fyrstir á ferð. Blanda opnar 5. júní og þeir sem eiga dagana í opnun eru trúlega orðnir spenntir eins og gefur að skilja. Varla minnkar spennan þegar fréttir af fyrstu löxunum koma að norðan en þegar Guðmundur Haukur Jakobsson veiðimaður á Blönduósi kíkti í ánna sá hann greinilega 14-16 punda lax sem lá í Holunni. Sá var bjartur og nýrunninn og nokkuð víst að hann hefur ekki verið einn á ferð. Alls komu 4829 laxar á land úr Blöndu í fyrra sem var í alla staði frábært ár og vonir veiðimanna fyrir komandi tímabili þess vegna góðar þó svo að engin tenging sé á milli veiði á milli ára en veiðimenn eru bjartsýnir engu að síður og það sést fljótlega hversu mikill kraftur verður í göngunum. Blanda skiptist í fjögur svæði og er neðsta svæðið, svæði 1, þeirra þekktast. Svæði 3 og 4 eru síðan mjög vinsæl enda eru aðstæður, veiðistaðir og umhverfi gjörólíkt neðri hlutanum af ánni. Síðan er það svæði 2 sem er líklega eitt vanmetnasta svæðið í Blöndu. Þarna fer allur lax um sem þarf að komast á efri svæðin en samt er lítið sótt í leyfi, til þess að gera, miðað við ásókn á hin svæðin. Þarna eru flottar breiður sem gaman er að kasta í og veiðivonin er góð. Það sem kannski helst hefur haldið aftur af mönnum er að svæðið er langt og misvel merkt. Það er þó til nokkuð greinargóð lýsing á bestu stöðunum og á hvaða tíma dags er best að veiða þá og var þessi veiðistaðalýsing skrifuð á sínum tíma af Þorsteini Hafþórssyni leiðsögumanni við Blöndu.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði