Maðurinn, sem heitir Lamont Richmond, lofar að halda ró sinni og segist ætla að axla sína ábyrgð á málinu ef Bieber geri það líka. Ellegar muni hann halda áfram með þau áform sín að kæra Bieber en ekki hefur komið fram fyrir hvað. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést greinilega að það var Richmond sem sló fyrsta höggið. Hann hefur sagt að Bieber hafi talað niður til sín og það hafi reitt sig til reiði.
Richmond hefur í kjölfar árásarinnar fengið dauðahótanir frá aðdáendum Justin Bieber auk þess sem hann var rekinn úr vinnunni sinni vegna málsins. Það er því ljóst að atvikið hefur haft töluverð áhrif á hans líf.
Fréttastofa TMZ greindi frá en árásina má sjá á myndbandi hér fyrir neðan.