Ford hefur ekki við að framleiða 350 hestafla Focus RS Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 10:49 Ford Focus RS. Svo mikil er eftirspurnin eftir kraftatröllinu Ford Focus RS sem nýkominn er á markað að fyrirtækið þarf að auka við fyrirætlaða framleiðslu sína á bílnum. Mest er eftirspurnin eftir bílnum í Bretlandi og þar ætlaði Ford að selja 4.000 bíla en þarf að auka hana um minnst 1.000 bíla. Langur biðlisti er þar eftir bílnum og þeir sem panta hann núna í Bretlandi þurfa líklega að bíða í 12 til 14 mánuði eftir að fá hann afhentan. Þessi aflmikli bíll er með 2,3 lítra EcoBoost vél sem sendir heil 350 hestöfl til allra hjóla bílsins. Hann hefur fengið frábærar móttökur bílablaðamanna sem mæra hann í hástert um allan heim. Ford er að íhuga að framleiða enn öflugri gerð Ford Focus, þ.e. RS500 og ef af því verður mun sá bíll verða sneggsti fjöldaframleiddi stallbakur í heimi. Fyrsti bíllinn af Ford Focus RS sem seldur er hér á landi er mættur á klakann og hefur greinarritari reynt bílinn og fer þar sannarlega mikið undratæki með frábærum aksturseigileikum og ekki vantar aflið í bílinn. Umfjöllun um bílinn mun birtast bráðlega á síðum Fréttablaðsins. Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent
Svo mikil er eftirspurnin eftir kraftatröllinu Ford Focus RS sem nýkominn er á markað að fyrirtækið þarf að auka við fyrirætlaða framleiðslu sína á bílnum. Mest er eftirspurnin eftir bílnum í Bretlandi og þar ætlaði Ford að selja 4.000 bíla en þarf að auka hana um minnst 1.000 bíla. Langur biðlisti er þar eftir bílnum og þeir sem panta hann núna í Bretlandi þurfa líklega að bíða í 12 til 14 mánuði eftir að fá hann afhentan. Þessi aflmikli bíll er með 2,3 lítra EcoBoost vél sem sendir heil 350 hestöfl til allra hjóla bílsins. Hann hefur fengið frábærar móttökur bílablaðamanna sem mæra hann í hástert um allan heim. Ford er að íhuga að framleiða enn öflugri gerð Ford Focus, þ.e. RS500 og ef af því verður mun sá bíll verða sneggsti fjöldaframleiddi stallbakur í heimi. Fyrsti bíllinn af Ford Focus RS sem seldur er hér á landi er mættur á klakann og hefur greinarritari reynt bílinn og fer þar sannarlega mikið undratæki með frábærum aksturseigileikum og ekki vantar aflið í bílinn. Umfjöllun um bílinn mun birtast bráðlega á síðum Fréttablaðsins.
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent