Rafmagnsflutningabílar í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 09:47 Vöruflutningabíll í Svíþjóð sem gengur fyrir rafmagni. Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030. Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent
Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030.
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent