David Cameron segir af sér Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:30 David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. vísir/afp David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsingu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. Cameron barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og í ljósi niðurstöðunnar segist hann vera þeirrar skoðunar að annar forsætisráðherra þurfi að vera í brúnni þegar rætt verður við sambandið um næstu skref. Talið er líklegt að Boris Johnson, sem fór fyrir íhaldsmönnunum sem vildu fara úr ESB, taki við keflinu en það á þó eftir að koma í ljós. „Breska þjóðin hefur tekið ákvörðun um að fara í aðra átt. Í ljósi þess held ég að þjóðin þurfi ferska forystu til þess að taka hana í áttina sem hún vill fara,“ sagði Cameron. Hann muni gera allt í hans valdi til þess að koma á jafnvægi á næstu vikum og mánuðum, en að ekki sé rétt að hann sjálfur sitji við stjórnvölinn. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun. En ég trúi því að það sé þjóðinni fyrir bestu að koma á stöðugleika og að ný forysta taki við í kjölfarið. Það er engin þörf á nákvæmri tímasetningu í dag en ég tel að nýr forsætisráðherra ætti að taka við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október,“ sagði Cameron og bætti við að hann hefði greint Elísabetu Englandsdrottningu frá ákvörðun sinni í morgun. Þá sagði Cameron breskan efnahag standa traustum fótum. „Ég vil fullvissa markaði um að breskur efnahagur er sterkur og ég vil einnig fullvissa Breta sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska ríkisborgara sem búsettir eru hér að það verða engar skyndilegar breytingar á aðstæðum ykkar,“ sagði Cameron. Nú þurfi að taka næstu skref sem séu að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. „Stjórnvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa að taka þátt til að ganga úr skugga um að hagsmuna allra hluta Bretlands verði gætt. En þetta krefst umfram allt sterkrar forystu.“ Cameron sagðist jafnframt virða ákvörðun bresku þjóðarinnar og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama. Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsingu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. Cameron barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og í ljósi niðurstöðunnar segist hann vera þeirrar skoðunar að annar forsætisráðherra þurfi að vera í brúnni þegar rætt verður við sambandið um næstu skref. Talið er líklegt að Boris Johnson, sem fór fyrir íhaldsmönnunum sem vildu fara úr ESB, taki við keflinu en það á þó eftir að koma í ljós. „Breska þjóðin hefur tekið ákvörðun um að fara í aðra átt. Í ljósi þess held ég að þjóðin þurfi ferska forystu til þess að taka hana í áttina sem hún vill fara,“ sagði Cameron. Hann muni gera allt í hans valdi til þess að koma á jafnvægi á næstu vikum og mánuðum, en að ekki sé rétt að hann sjálfur sitji við stjórnvölinn. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun. En ég trúi því að það sé þjóðinni fyrir bestu að koma á stöðugleika og að ný forysta taki við í kjölfarið. Það er engin þörf á nákvæmri tímasetningu í dag en ég tel að nýr forsætisráðherra ætti að taka við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október,“ sagði Cameron og bætti við að hann hefði greint Elísabetu Englandsdrottningu frá ákvörðun sinni í morgun. Þá sagði Cameron breskan efnahag standa traustum fótum. „Ég vil fullvissa markaði um að breskur efnahagur er sterkur og ég vil einnig fullvissa Breta sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska ríkisborgara sem búsettir eru hér að það verða engar skyndilegar breytingar á aðstæðum ykkar,“ sagði Cameron. Nú þurfi að taka næstu skref sem séu að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. „Stjórnvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa að taka þátt til að ganga úr skugga um að hagsmuna allra hluta Bretlands verði gætt. En þetta krefst umfram allt sterkrar forystu.“ Cameron sagðist jafnframt virða ákvörðun bresku þjóðarinnar og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama.
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15
Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59